Lego Marvel Super Heroes 2: Berja, brjóta, byggja og opna Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 13:45 Vísir/TTGames Stærsti galli Lego Marvel Super Heroes 2 er að hann er Lego leikur. Það er reyndar líka helsti kostur leiksins en það er lítið sem ekkert sveigt frá Legoleikja formúlunni sem er orðin frekar þreytt. Í grunninn er hún svona: Berja vonda karla – Brjóta hluti – Nota kubba úr brotnum hlutum til að byggja annan hlut og opna á næsta svæði leiksins – Endurtaka. Það sem heldur manni samt við spilunina er húmorinn og það að TT Games tekst að halda þessu skemmtilegu, þrátt fyrir endurtekninguna. Kang The Conqueror er nú að nota Tímasteininn til þess að safna saman herjum af vondum körlum frá öllum tímabilum Marvel heimsins og sigra alheiminn, eins og gengur og gerist. Hann hefur sömuleiðis safnað mörgum borgum frá mismunandi tímum á einn stað og ofurhetjur Marvel eru þær einu sem geta staðið í vegi hans.Til þess þurfa ofurhetjurnar að safna brotum úr steini sem gerir þeim kleift að fá hjálp frá öðrum og fleiri ofurhetjum og á endanum sigra Kang og laga tímalínuna eða eitthvað. Á leiðinni er hægt að safna legokubbum og öðru til að opna á fleiri hetjur. Spilarar þurfa líka að spila sömu borðin aftur með nýjum hetjum til að geta náð öllu sem þar er að finna. Ég hef ekki spilað fyrri leikinn en geri fastlega ráð fyrir því að hann sé svo til gott sem alveg eins. Leikurinn gerist á stærðarinnar opnu korti þar sem spilarar geta flakkað um sem sínar helstu ofurhetjur og tekið í lurginn á sínum uppáhalds vondu körlum. Þetta er hægt að gera einn eða spila með vini á sama skjánum, sem er mun skemmtilegra en að spila einn. LMSH2 er mjög fyndinn, eins og allir Lego leikir, og ég er í raun farinn að hafa smá áhyggjur af því hvað ég hlæ mikið af þessum leikjum. Lego leikirinir eru augljóslega að mestu fyrir börn. Það þýðir þó alls ekki að fullorðnir geti ekki haft gaman af þessu líka. Sérstaklega með því að spila með börnum og leysa þrautir leiksins. Það er erfitt að taka þetta saman að öðru leyti en þvi að ég hef haft gaman af nánast öllum Lego leikjum sem ég hef spilað. Lego Marvel Super Heroes 2 er engin undantekning. Hins vegar er þetta að verða frekar þreytt formúla sem allir leikirnir fylgja eftir. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Lego City Undercover: Hetjulöggan Chase McCain kemur til bjargar Hinn bíræfni glæpamaður Rex Fury er flúinn úr fangelsi og herjar nú aftur á Lego City. 28. apríl 2017 11:00 Frábær skemmtun í fjarlægri stjörnuþoku Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens. 17. ágúst 2016 20:15 Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45 Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Stærsti galli Lego Marvel Super Heroes 2 er að hann er Lego leikur. Það er reyndar líka helsti kostur leiksins en það er lítið sem ekkert sveigt frá Legoleikja formúlunni sem er orðin frekar þreytt. Í grunninn er hún svona: Berja vonda karla – Brjóta hluti – Nota kubba úr brotnum hlutum til að byggja annan hlut og opna á næsta svæði leiksins – Endurtaka. Það sem heldur manni samt við spilunina er húmorinn og það að TT Games tekst að halda þessu skemmtilegu, þrátt fyrir endurtekninguna. Kang The Conqueror er nú að nota Tímasteininn til þess að safna saman herjum af vondum körlum frá öllum tímabilum Marvel heimsins og sigra alheiminn, eins og gengur og gerist. Hann hefur sömuleiðis safnað mörgum borgum frá mismunandi tímum á einn stað og ofurhetjur Marvel eru þær einu sem geta staðið í vegi hans.Til þess þurfa ofurhetjurnar að safna brotum úr steini sem gerir þeim kleift að fá hjálp frá öðrum og fleiri ofurhetjum og á endanum sigra Kang og laga tímalínuna eða eitthvað. Á leiðinni er hægt að safna legokubbum og öðru til að opna á fleiri hetjur. Spilarar þurfa líka að spila sömu borðin aftur með nýjum hetjum til að geta náð öllu sem þar er að finna. Ég hef ekki spilað fyrri leikinn en geri fastlega ráð fyrir því að hann sé svo til gott sem alveg eins. Leikurinn gerist á stærðarinnar opnu korti þar sem spilarar geta flakkað um sem sínar helstu ofurhetjur og tekið í lurginn á sínum uppáhalds vondu körlum. Þetta er hægt að gera einn eða spila með vini á sama skjánum, sem er mun skemmtilegra en að spila einn. LMSH2 er mjög fyndinn, eins og allir Lego leikir, og ég er í raun farinn að hafa smá áhyggjur af því hvað ég hlæ mikið af þessum leikjum. Lego leikirinir eru augljóslega að mestu fyrir börn. Það þýðir þó alls ekki að fullorðnir geti ekki haft gaman af þessu líka. Sérstaklega með því að spila með börnum og leysa þrautir leiksins. Það er erfitt að taka þetta saman að öðru leyti en þvi að ég hef haft gaman af nánast öllum Lego leikjum sem ég hef spilað. Lego Marvel Super Heroes 2 er engin undantekning. Hins vegar er þetta að verða frekar þreytt formúla sem allir leikirnir fylgja eftir.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Lego City Undercover: Hetjulöggan Chase McCain kemur til bjargar Hinn bíræfni glæpamaður Rex Fury er flúinn úr fangelsi og herjar nú aftur á Lego City. 28. apríl 2017 11:00 Frábær skemmtun í fjarlægri stjörnuþoku Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens. 17. ágúst 2016 20:15 Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45 Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Lego City Undercover: Hetjulöggan Chase McCain kemur til bjargar Hinn bíræfni glæpamaður Rex Fury er flúinn úr fangelsi og herjar nú aftur á Lego City. 28. apríl 2017 11:00
Frábær skemmtun í fjarlægri stjörnuþoku Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens. 17. ágúst 2016 20:15
Lego Worlds: Byggðu það sem þú vilt Andrúmsloft LEGO Worlds er nokkuð sérstakt og hann er skemmtilegur. Hann lítur vel út og það er lúmskt skemmtilegt að upplifa heimana sem maður reyndi að byggja, en gat aldrei, þegar maður var krakki. 25. mars 2017 08:45
Kjörinn leikur fyrir börnin LEGO Marvel´s Avengers er skemmtilegur, hraður og fyndinn. 27. febrúar 2016 09:15