Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafinn Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 14:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta til fundarins. Vísir/Vilhelm Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30