Vilja kvenskörunga í stjórn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. nóvember 2017 06:30 Þingmenn á vinstri og miðjuvængnum vilja að Katrín leiði öflugar konur til forystu. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar þreifingar milli Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um myndun ríkisstjórnar. Það yrðu vonbrigði beiti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sér ekki fyrir því að öflugustu kvenskörungar þingsins verði í forystu enda hafi hún nefnt jafnréttismálin sérstaklega þegar henni var veitt umboð til stjórnarmyndunar í síðustu viku. Þetta er mat þingmanna sem hugnast best stjórn frá vinstri til miðju. Auk Katrínar sjálfrar nefna þessir þingmenn Lilju Alfreðsdóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að ekki sé enn fullreynt að mynda stjórn frá vinstri til miðju. Hann hefur rætt bæði við Katrínu og Sigurð Inga eftir að upp úr viðræðum slitnaði og ræðir við aðra forystumenn í dag. Þetta herma heimildir blaðsins. Ekkert talsamband mun hins vegar vera milli formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Katrín leiða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ef af þeim verður, gegn því að þingstyrkur Sjálfstæðisflokksins endurspeglist með öðrum hætti í stjórninni. Náist samkomulag milli forystumanna flokkana um þessi atriði, verða málin rædd í þingflokkum. Það ræðst í kjölfar þeirra hvort Katrín getur farið á fund forseta með meirihluta til formlegra viðræðna. Þeir þingmenn VG sem náðist í í gær segjast bera fullt traust til Katrínar til að leiða viðræður. Í kosningabaráttunni hafi flokkurinn ekki útilokað samstarf við neinn og samstarfið þurfi að ráðast af málefnum. Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja öll möguleg stjórnarmynstur erfið og í rauninni engan kost sérstaklega góðan. Það þurfi að koma í ljós hvort þessir flokkar sem nú ræðast óformlega við geti komið sér saman um málefnin og það geti orðið flókið. Hins vegar þurfi sú stjórn sem mynduð verður að endurspegla niðurstöðu kosninganna og þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn. Gefi flokkurinn frá sér forsætisráðuneytið þurfi stjórnin að endurspegla ólíka stærð flokkanna með öðrum hætti. Einn viðmælenda blaðsins hafði á orði að stjórn mynduð af þessum flokkum sem aldrei hafi starfað saman í ríkisstjórn áður, gæti þrátt fyrir allt orðið upphaf sögulegra sátta stjórnmálanna í landinu eftir áratug af ólgu og miklum átökum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Deilt um forsæti og stólafjölda Barátta um völd einkennir nú þreifingar um myndun ríkisstjórnar. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gera bæði tilkall til embættis forsætisráðherra og fjöldi ráðherrastóla er Sjálfstæðismönnum mjög hugleikinn. 8. nóvember 2017 06:00 Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. 9. nóvember 2017 12:00 Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar líklegust að mati Brynjars Myndi hugsanlega draga úr mótmælum og orsaka minni reiði. 7. nóvember 2017 12:40 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar þreifingar milli Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks um myndun ríkisstjórnar. Það yrðu vonbrigði beiti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sér ekki fyrir því að öflugustu kvenskörungar þingsins verði í forystu enda hafi hún nefnt jafnréttismálin sérstaklega þegar henni var veitt umboð til stjórnarmyndunar í síðustu viku. Þetta er mat þingmanna sem hugnast best stjórn frá vinstri til miðju. Auk Katrínar sjálfrar nefna þessir þingmenn Lilju Alfreðsdóttur, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að ekki sé enn fullreynt að mynda stjórn frá vinstri til miðju. Hann hefur rætt bæði við Katrínu og Sigurð Inga eftir að upp úr viðræðum slitnaði og ræðir við aðra forystumenn í dag. Þetta herma heimildir blaðsins. Ekkert talsamband mun hins vegar vera milli formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Katrín leiða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ef af þeim verður, gegn því að þingstyrkur Sjálfstæðisflokksins endurspeglist með öðrum hætti í stjórninni. Náist samkomulag milli forystumanna flokkana um þessi atriði, verða málin rædd í þingflokkum. Það ræðst í kjölfar þeirra hvort Katrín getur farið á fund forseta með meirihluta til formlegra viðræðna. Þeir þingmenn VG sem náðist í í gær segjast bera fullt traust til Katrínar til að leiða viðræður. Í kosningabaráttunni hafi flokkurinn ekki útilokað samstarf við neinn og samstarfið þurfi að ráðast af málefnum. Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja öll möguleg stjórnarmynstur erfið og í rauninni engan kost sérstaklega góðan. Það þurfi að koma í ljós hvort þessir flokkar sem nú ræðast óformlega við geti komið sér saman um málefnin og það geti orðið flókið. Hins vegar þurfi sú stjórn sem mynduð verður að endurspegla niðurstöðu kosninganna og þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn. Gefi flokkurinn frá sér forsætisráðuneytið þurfi stjórnin að endurspegla ólíka stærð flokkanna með öðrum hætti. Einn viðmælenda blaðsins hafði á orði að stjórn mynduð af þessum flokkum sem aldrei hafi starfað saman í ríkisstjórn áður, gæti þrátt fyrir allt orðið upphaf sögulegra sátta stjórnmálanna í landinu eftir áratug af ólgu og miklum átökum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Deilt um forsæti og stólafjölda Barátta um völd einkennir nú þreifingar um myndun ríkisstjórnar. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gera bæði tilkall til embættis forsætisráðherra og fjöldi ráðherrastóla er Sjálfstæðismönnum mjög hugleikinn. 8. nóvember 2017 06:00 Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. 9. nóvember 2017 12:00 Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar líklegust að mati Brynjars Myndi hugsanlega draga úr mótmælum og orsaka minni reiði. 7. nóvember 2017 12:40 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Deilt um forsæti og stólafjölda Barátta um völd einkennir nú þreifingar um myndun ríkisstjórnar. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gera bæði tilkall til embættis forsætisráðherra og fjöldi ráðherrastóla er Sjálfstæðismönnum mjög hugleikinn. 8. nóvember 2017 06:00
Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. 9. nóvember 2017 12:00
Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00
Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar líklegust að mati Brynjars Myndi hugsanlega draga úr mótmælum og orsaka minni reiði. 7. nóvember 2017 12:40
Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00
Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00