Vilja opna aftur á umræður fjögurra flokka og taka Viðreisn með Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 11:37 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í þinghúsinu í morgun. Vísir/Eyþór Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hittust á fundi í morgun og ræddu möguleika á samstarfi, bæði í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Píratar og Samfylking vilji halda áfram viðræðum fjögurra flokka um myndun ríkisstjórnar og vlija bjóða Viðreisn að borðinu. Hann segir að stemningin í hópnum hafi verið góð og að fólk hafi gengið út af fundi eftir mjög gott samtal. „Við vorum að ræða þann valkost að Viðreisn sé með í samtalinu. Það er að okkar mati valkostur að halda áfram viðræðum eins og þær voru komnar með Viðreisn innanborðs,“ segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi.Katrínar að meta framhaldið „Við vildum líka bara ræða saman. Einn valkosturinn er að mynda ríkisstjórn með þessum valkosti og hins vegar að ef það gengur ekki eftir þá náttúrulega verðum við væntanlega í stjórnarandstöðu og ræddum líka hvernig sá möguleiki liti út.“Telur þú að þið getið sannfært Katrínu Jakobsdóttur að ganga aftur inn í þessar viðræður? „Hún verður að meta það sjálf en eins og ég segi það stendur til boða að ræða þetta út frá þessum valkosti, að Viðreisn sé með í samtalinu. við viljum auðvitað miklu frekar fara í ríkisstjórn sem er frjálslyndari heldur en það sem var rótast að myndi myndast út frá hinu.“ Hann segir að flokkarnir þrír eigi það allir sameiginlegt að vera frjálslyndir og líta til framtíðar. „Á meðan maður hefur áhyggjur af því að það verði ákveðin stöðnun ef hinn valkosturinn verður.“Heimir Már Pétursson fjallaði einnig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar og ræddi meðal annars við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hittust á fundi í morgun og ræddu möguleika á samstarfi, bæði í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Píratar og Samfylking vilji halda áfram viðræðum fjögurra flokka um myndun ríkisstjórnar og vlija bjóða Viðreisn að borðinu. Hann segir að stemningin í hópnum hafi verið góð og að fólk hafi gengið út af fundi eftir mjög gott samtal. „Við vorum að ræða þann valkost að Viðreisn sé með í samtalinu. Það er að okkar mati valkostur að halda áfram viðræðum eins og þær voru komnar með Viðreisn innanborðs,“ segir Helgi Hrafn í samtali við Vísi.Katrínar að meta framhaldið „Við vildum líka bara ræða saman. Einn valkosturinn er að mynda ríkisstjórn með þessum valkosti og hins vegar að ef það gengur ekki eftir þá náttúrulega verðum við væntanlega í stjórnarandstöðu og ræddum líka hvernig sá möguleiki liti út.“Telur þú að þið getið sannfært Katrínu Jakobsdóttur að ganga aftur inn í þessar viðræður? „Hún verður að meta það sjálf en eins og ég segi það stendur til boða að ræða þetta út frá þessum valkosti, að Viðreisn sé með í samtalinu. við viljum auðvitað miklu frekar fara í ríkisstjórn sem er frjálslyndari heldur en það sem var rótast að myndi myndast út frá hinu.“ Hann segir að flokkarnir þrír eigi það allir sameiginlegt að vera frjálslyndir og líta til framtíðar. „Á meðan maður hefur áhyggjur af því að það verði ákveðin stöðnun ef hinn valkosturinn verður.“Heimir Már Pétursson fjallaði einnig um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar og ræddi meðal annars við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17