Einstakur suðupottur 11. nóvember 2017 12:00 Listahátíðinni LungA lýkur alltaf með uppskeruhelgi þar sem boðið er upp á fjölbreytt atriði, m.a. sýningar og tónleika. MYND/TIMOTHÉE LABBRECQ Rannís kynnir: Listahátíðin LungA var haldin í fyrsta sinn á Seyðisfirði árið 2000 og hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Á LungA er sköpun, listum og menningu fagnað með ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum í bland við aðra viðburði en hátíðinni lýkur alltaf með uppskeruhelgi sem inniheldur m.a. sýningar og tónleika segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Hugmyndin að hátíðinni vaknaði í eldhúsinu hjá foreldrum mínum á sínum tíma. Upphaflega var hátíðin ein helgi en í dag spannar hún ellefu daga. Fyrstu fjórir dagarnir fara undir það sem við köllum LungA LAB, eða málstofa LungA, sem er n.k. mini-ráðstefna sem byggst hefur upp í kringum samstarf okkar við Erasmus+. Svo starfrækjum við listasmiðjur í sjö daga þar sem listamenn alls staðar að úr heiminum miðla vitneskju sinni áfram. LungA býður einnig upp á óteljandi listviðburði í heimsklassa seinnipartinn og á kvöldin alla þessa ellefu daga. Utan fyrrnefndra viðburða starfrækjum við LungA skólann í þrjá mánuði á ári en hugmyndin að honum kviknaði í kjölfar vellukkaðrar hátíðar árið 2010.“Björt Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri LungA.Farsælt samstarf Samstarf þeirra við Erasmus+ síðasta áratuginn hefur að sögn Bjartar átt stóran þátt í þróun LungA LAB og LungA skólans. „LungA LAB býður upp á ungmennaskiptiverkefni þar sem við höfum í gegnum árin tekið á móti mörg hundruð ungmennum víðsvegar að úr Evrópu sem tekið hafa þátt í sérstakri vinnustofu og málstofu LungA LAB. Alls hafa verið um 60 þátttakendur á ári í ungmennaskiptiverkefninu þar sem við köfum ofan í ákveðið viðfangsefni sem jafnframt hefur verið þema hátíðarinnar í heild.“ LungA skólinn er bæði minni og stærri útgáfa af hátíðinni segir Björt. „Minni af því að hann sækja bara sautján nemendur á önn auk fjögurra fastráðinna listamanna. Stærri af því að hann er starfræktur í þrjá mánuði. LungA skólinn leggur áherslu á listir, sköpun og sjálfsskoðun og er byggður í kringum listasmiðjuformið þar sem spennandi listamenn, heimspekingar, stjórnmálamenn og fleiri koma alls staðar að úr heiminum og kenna í eina til tvær vikur í senn. Færri hafa komist að en vilja nánast frá upphafi, hvort sem um ræðir LungA skólann, ungmennaskiptiverkefnin eða listasmiðjur LungA.“Falleg vinatengsl mótast og listræn samstarfsverkefni hefjast á hverju ári á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði.MYND/TIMOTHÉE LABBRECQBoðskapnum dreift Hún segir engan vafa leika á því að samstarfið við Erasmus+ hafi átt stóran þátt í að bæði LungA hátíðin og skólinn séu til í dag. „Í gegnum þetta samstarf höfum við fengið tækifæri til þess að dreifa boðskap LungA á alþjóðlegum grundvelli. Við höfum séð falleg vinatengsl mótast, ný ástarsambönd verða til sem og listræn samstarfsverkefni hefjast. Við höfum fengið að snerta við ungum sálum og veita þeim nýja trú á sjálfan sig, vekja í þeim von og jafnvel baráttuvilja til þess að gera heiminn að betri stað. Við höfum tekið þátt í að koma Seyðisfirði á kortið sem listamekka Íslands utan höfuðborgarsvæðisins og okkur hefur tekist að skapa einstakan suðupott þar sem ungt skapandi fólk getur hist og komið ástríðu sinni í farveg og á framfæri.“Verkefnin eru af ýmsum toga.MYND/TIMOTHÉE LABBRECQFram undan er að halda áfram að þróa LungA LAB-ið og taka samfélagslega ábyrgð þeirra mjög alvarlega segir Björt. „Við erum mjög þakklát fyrir að geta verið griðastaður fyrir bæði þátttakendur hátíðarinnar og nemendur skólans, þar sem mikið er lagt upp úr því að taka á móti fólki eins og það er og dreifa boðskapnum um þolinmæði, samkennd og ást sem víðast. Við elskum að vinna með ungu fólki og erum svo óendanlega þakklát fyrir allt það yndislega, hæfileikaríka og hjartahlýja fólk sem treystir LungA fyrir dýrmætum tíma sínum og hæfileikum.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Rannís kynnir: Listahátíðin LungA var haldin í fyrsta sinn á Seyðisfirði árið 2000 og hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Á LungA er sköpun, listum og menningu fagnað með ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum í bland við aðra viðburði en hátíðinni lýkur alltaf með uppskeruhelgi sem inniheldur m.a. sýningar og tónleika segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Hugmyndin að hátíðinni vaknaði í eldhúsinu hjá foreldrum mínum á sínum tíma. Upphaflega var hátíðin ein helgi en í dag spannar hún ellefu daga. Fyrstu fjórir dagarnir fara undir það sem við köllum LungA LAB, eða málstofa LungA, sem er n.k. mini-ráðstefna sem byggst hefur upp í kringum samstarf okkar við Erasmus+. Svo starfrækjum við listasmiðjur í sjö daga þar sem listamenn alls staðar að úr heiminum miðla vitneskju sinni áfram. LungA býður einnig upp á óteljandi listviðburði í heimsklassa seinnipartinn og á kvöldin alla þessa ellefu daga. Utan fyrrnefndra viðburða starfrækjum við LungA skólann í þrjá mánuði á ári en hugmyndin að honum kviknaði í kjölfar vellukkaðrar hátíðar árið 2010.“Björt Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri LungA.Farsælt samstarf Samstarf þeirra við Erasmus+ síðasta áratuginn hefur að sögn Bjartar átt stóran þátt í þróun LungA LAB og LungA skólans. „LungA LAB býður upp á ungmennaskiptiverkefni þar sem við höfum í gegnum árin tekið á móti mörg hundruð ungmennum víðsvegar að úr Evrópu sem tekið hafa þátt í sérstakri vinnustofu og málstofu LungA LAB. Alls hafa verið um 60 þátttakendur á ári í ungmennaskiptiverkefninu þar sem við köfum ofan í ákveðið viðfangsefni sem jafnframt hefur verið þema hátíðarinnar í heild.“ LungA skólinn er bæði minni og stærri útgáfa af hátíðinni segir Björt. „Minni af því að hann sækja bara sautján nemendur á önn auk fjögurra fastráðinna listamanna. Stærri af því að hann er starfræktur í þrjá mánuði. LungA skólinn leggur áherslu á listir, sköpun og sjálfsskoðun og er byggður í kringum listasmiðjuformið þar sem spennandi listamenn, heimspekingar, stjórnmálamenn og fleiri koma alls staðar að úr heiminum og kenna í eina til tvær vikur í senn. Færri hafa komist að en vilja nánast frá upphafi, hvort sem um ræðir LungA skólann, ungmennaskiptiverkefnin eða listasmiðjur LungA.“Falleg vinatengsl mótast og listræn samstarfsverkefni hefjast á hverju ári á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði.MYND/TIMOTHÉE LABBRECQBoðskapnum dreift Hún segir engan vafa leika á því að samstarfið við Erasmus+ hafi átt stóran þátt í að bæði LungA hátíðin og skólinn séu til í dag. „Í gegnum þetta samstarf höfum við fengið tækifæri til þess að dreifa boðskap LungA á alþjóðlegum grundvelli. Við höfum séð falleg vinatengsl mótast, ný ástarsambönd verða til sem og listræn samstarfsverkefni hefjast. Við höfum fengið að snerta við ungum sálum og veita þeim nýja trú á sjálfan sig, vekja í þeim von og jafnvel baráttuvilja til þess að gera heiminn að betri stað. Við höfum tekið þátt í að koma Seyðisfirði á kortið sem listamekka Íslands utan höfuðborgarsvæðisins og okkur hefur tekist að skapa einstakan suðupott þar sem ungt skapandi fólk getur hist og komið ástríðu sinni í farveg og á framfæri.“Verkefnin eru af ýmsum toga.MYND/TIMOTHÉE LABBRECQFram undan er að halda áfram að þróa LungA LAB-ið og taka samfélagslega ábyrgð þeirra mjög alvarlega segir Björt. „Við erum mjög þakklát fyrir að geta verið griðastaður fyrir bæði þátttakendur hátíðarinnar og nemendur skólans, þar sem mikið er lagt upp úr því að taka á móti fólki eins og það er og dreifa boðskapnum um þolinmæði, samkennd og ást sem víðast. Við elskum að vinna með ungu fólki og erum svo óendanlega þakklát fyrir allt það yndislega, hæfileikaríka og hjartahlýja fólk sem treystir LungA fyrir dýrmætum tíma sínum og hæfileikum.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira