Reyni alltaf að bæta mig um eitt prósent Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2017 06:30 Ólafía endaði í 35. sæti á Blue Bay-mótinu. vísir/getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi skarað fram úr á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði á meðal 40 efstu á Blue Bay-mótinu í Kína sem lauk á laugardagsmorgun en með þeim árangri varð endanlega ljóst að Ólafía verður í efsta forgangsflokki kylfinga á næstu leiktíð. Til þess að vera í þeim hópi þurfti Ólafía að vera á meðal 80 tekjuhæstu kylfinga mótaraðarinnar og hafnaði hún í 73. sæti listans. Rúsínan í pylsuendanum voru svo þau óvæntu tíðindi að Ólafía hefði þar að auki tryggt sér þátttökurétt á CME Globe-mótinu í Flórída en um lokamót tímabilsins er að ræða og eru háar fjárhæðir þar í húfi. Kylfingar safna stigum allt tímabilið til að komast þangað inn og fá 72 efstu kylfingarnir á stigalistanum þátttökurétt þar. Ólafía varð raunar í 80. sæti stigalistans en þar sem ekki allir kylfingar þiggja sæti á mótinu komst Ólafía inn með naumindum. Fréttablaðið náði í Ólafíu um helgina, þegar hún sat á flugvellinum í Peking að bíða eftir flugi til Flórída. Hún hafði reyndar misst af fluginu sem hún átti að fara með, þar sem fyrra flugi hafði seinkað. En hún komst á leiðarenda í gær, eftir langt ferðalag.Fljót að læra „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og liðið ótrúlega fljótt. Ég trúi því ekki að það sé kominn nóvember,“ sagði Ólafía þegar hún var beðin um að hugsa til ársins 2017. Að baki eru 25 mót hjá Ólafíu, þar af þrjú stórmót. „Þetta hefur líka verið krefjandi og því er maður óneitanlega svolítið þreyttur. Að því leyti líður manni eins og þetta hafi verið lengi að líða. En fyrst og fremst afar skemmtilegt ár.“ Besti árangur Ólafíu var á móti í Bandaríkjunum í byrjun september þegar hún hafnaði í fjórða sæti, eftir að hafa vippað eftirminnilega í átjándu holu á lokahringnum fyrir erni. Sá árangur tryggði henni nánast helming alls verðlaunafé ársins - 10,8 milljónir af 22 milljónum alls. Sá árangur fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans og náði hún að halda sér á svipuðum slóðum eftir það. Ólafía segir að árið hafi verið krefjandi, bæði innan vallar sem utan. „Það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp og maður þarf stundum að vera mjög fljótur að læra. Það þarf að sinna öllu utanaðkomandi áreiti ásamt því að ég þurfti áfram að vinna í minni spilamennsku. Ég hef þó haft það sem reglu að reyna alltaf að bæta mig um eitt prósent hér og þar, raunar í hverju sem er. Það er svo margt sem getur haft áhrif á spilmennskuna og árangurinn.“Ólafía Þórunn er sátt með árangurinn í ár.vísir/gettyAsíusveiflan krefjandi Lokahnykkur mótaraðarinnar fór fram í Asíu. Eftir mót á Nýja-Sjálandi fóru fram fimm mót í Austur-Asíu á jafn mörgum vikum. Ólafía keppti á fyrstu þremur og náði sér ekki nægilega vel á strik en hvíldi svo í eina viku áður en að koma að mótinu í Kína, þar sem hún spilaði afar vel á köflum. „Við höfum lent í ýmsu í Asíusveiflunni, eins og þessi törn er kölluð. Það var mikill hiti og raki í Malasíu og í Taívan var ótrúlega mikil rigning og vindur. Nú síðast í Kína var völlurinn hálfgert skrímsli – flatirnar afar ósanngjarnar og afar erfitt að slá inn á þær. En ég bætti mig með hverju móti og lærði inn á hvernig maður á að spila á þessum mótum. Ég er því ánægð með að enda þetta á svona góðum nótum.“ Eftir mótið komu svo gleðitíðindi, þar sem staðfest var að Ólafía hefði komist inn á CME Globe-mótið. „Það var fyrst í síðustu viku að ég frétti að það væri enn mögulegt. Það kom mér á óvart og skemmtilegt að fá annað tækifæri. Ég hef verið dansandi á línunni ansi lengi og oft verið nálægt því að ná inn. En ég hef leyft hlutunum bara að koma til mín og þetta er frábært.“Ég er ótrúlega stolt Að vera í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð þýðir að Ólafía fær sjálfkrafa þátttökurétt á flestum stórmótum. Þá er hún í þeirri stöðu að geta í raun valið sér mót til að keppa á og hún þarf ekki að þiggja öll boð eins og nýliðar eru gjarnir á að gera, enda að berjast fyrir því að festa sig í sessi á mótaröðinni. „Það er pressa á nýliðum og maður heyrir þá klisju að þeir detti oft út. En ég reyndi að láta það ekki hafa áhrif á mig. Ég spilaði aðeins of mikið í ár og er búin að læra að fimm mót í röð eru of mikið fyrir mig – þá brotnar allt hjá manni í síðasta mótinu. En ég er afar stolt af mínum árangri og er ég búin að afreka ýmislegt sem mig óraði ekki fyrir,“ segir Ólafía og telur upp nokkur dæmi. „Til dæmis að komast inn á þrjú stórmót, sem var ótrúlegt. Svo hafði ég ekki hugmynd um hvernig Asíusveiflan virkaði og nú er ég komin inn á CME-mótið. Ég fer afslöppuð inn í það. Það verður hálfgert kósýmót fyrir mig – Tómas [Bojanowski, unnusti hennar] og fjölskyldan koma og við verðum öll saman. Ég hlakka mikið til.“ Golf Tengdar fréttir Ólafía fær þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, vann sér inn þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa hafnaði í 35. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt. 11. nóvember 2017 15:30 Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór af stað á Bláfjarðarmótinu í nótt. 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía færðist upp töfluna á Bláfjarðarmótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í fyrsta sinn undir pari á mótinu í Kína. 10. nóvember 2017 07:11 Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03 Allt fór í vaskinn hjá Ólafíu á seinni níu holunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fjóra yfir pari eftir tvo hringi á Bláfjarðarmótinu. 9. nóvember 2017 07:16 Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafi skarað fram úr á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún hafnaði á meðal 40 efstu á Blue Bay-mótinu í Kína sem lauk á laugardagsmorgun en með þeim árangri varð endanlega ljóst að Ólafía verður í efsta forgangsflokki kylfinga á næstu leiktíð. Til þess að vera í þeim hópi þurfti Ólafía að vera á meðal 80 tekjuhæstu kylfinga mótaraðarinnar og hafnaði hún í 73. sæti listans. Rúsínan í pylsuendanum voru svo þau óvæntu tíðindi að Ólafía hefði þar að auki tryggt sér þátttökurétt á CME Globe-mótinu í Flórída en um lokamót tímabilsins er að ræða og eru háar fjárhæðir þar í húfi. Kylfingar safna stigum allt tímabilið til að komast þangað inn og fá 72 efstu kylfingarnir á stigalistanum þátttökurétt þar. Ólafía varð raunar í 80. sæti stigalistans en þar sem ekki allir kylfingar þiggja sæti á mótinu komst Ólafía inn með naumindum. Fréttablaðið náði í Ólafíu um helgina, þegar hún sat á flugvellinum í Peking að bíða eftir flugi til Flórída. Hún hafði reyndar misst af fluginu sem hún átti að fara með, þar sem fyrra flugi hafði seinkað. En hún komst á leiðarenda í gær, eftir langt ferðalag.Fljót að læra „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og liðið ótrúlega fljótt. Ég trúi því ekki að það sé kominn nóvember,“ sagði Ólafía þegar hún var beðin um að hugsa til ársins 2017. Að baki eru 25 mót hjá Ólafíu, þar af þrjú stórmót. „Þetta hefur líka verið krefjandi og því er maður óneitanlega svolítið þreyttur. Að því leyti líður manni eins og þetta hafi verið lengi að líða. En fyrst og fremst afar skemmtilegt ár.“ Besti árangur Ólafíu var á móti í Bandaríkjunum í byrjun september þegar hún hafnaði í fjórða sæti, eftir að hafa vippað eftirminnilega í átjándu holu á lokahringnum fyrir erni. Sá árangur tryggði henni nánast helming alls verðlaunafé ársins - 10,8 milljónir af 22 milljónum alls. Sá árangur fleytti henni upp í 67. sæti peningalistans og náði hún að halda sér á svipuðum slóðum eftir það. Ólafía segir að árið hafi verið krefjandi, bæði innan vallar sem utan. „Það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp og maður þarf stundum að vera mjög fljótur að læra. Það þarf að sinna öllu utanaðkomandi áreiti ásamt því að ég þurfti áfram að vinna í minni spilamennsku. Ég hef þó haft það sem reglu að reyna alltaf að bæta mig um eitt prósent hér og þar, raunar í hverju sem er. Það er svo margt sem getur haft áhrif á spilmennskuna og árangurinn.“Ólafía Þórunn er sátt með árangurinn í ár.vísir/gettyAsíusveiflan krefjandi Lokahnykkur mótaraðarinnar fór fram í Asíu. Eftir mót á Nýja-Sjálandi fóru fram fimm mót í Austur-Asíu á jafn mörgum vikum. Ólafía keppti á fyrstu þremur og náði sér ekki nægilega vel á strik en hvíldi svo í eina viku áður en að koma að mótinu í Kína, þar sem hún spilaði afar vel á köflum. „Við höfum lent í ýmsu í Asíusveiflunni, eins og þessi törn er kölluð. Það var mikill hiti og raki í Malasíu og í Taívan var ótrúlega mikil rigning og vindur. Nú síðast í Kína var völlurinn hálfgert skrímsli – flatirnar afar ósanngjarnar og afar erfitt að slá inn á þær. En ég bætti mig með hverju móti og lærði inn á hvernig maður á að spila á þessum mótum. Ég er því ánægð með að enda þetta á svona góðum nótum.“ Eftir mótið komu svo gleðitíðindi, þar sem staðfest var að Ólafía hefði komist inn á CME Globe-mótið. „Það var fyrst í síðustu viku að ég frétti að það væri enn mögulegt. Það kom mér á óvart og skemmtilegt að fá annað tækifæri. Ég hef verið dansandi á línunni ansi lengi og oft verið nálægt því að ná inn. En ég hef leyft hlutunum bara að koma til mín og þetta er frábært.“Ég er ótrúlega stolt Að vera í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð þýðir að Ólafía fær sjálfkrafa þátttökurétt á flestum stórmótum. Þá er hún í þeirri stöðu að geta í raun valið sér mót til að keppa á og hún þarf ekki að þiggja öll boð eins og nýliðar eru gjarnir á að gera, enda að berjast fyrir því að festa sig í sessi á mótaröðinni. „Það er pressa á nýliðum og maður heyrir þá klisju að þeir detti oft út. En ég reyndi að láta það ekki hafa áhrif á mig. Ég spilaði aðeins of mikið í ár og er búin að læra að fimm mót í röð eru of mikið fyrir mig – þá brotnar allt hjá manni í síðasta mótinu. En ég er afar stolt af mínum árangri og er ég búin að afreka ýmislegt sem mig óraði ekki fyrir,“ segir Ólafía og telur upp nokkur dæmi. „Til dæmis að komast inn á þrjú stórmót, sem var ótrúlegt. Svo hafði ég ekki hugmynd um hvernig Asíusveiflan virkaði og nú er ég komin inn á CME-mótið. Ég fer afslöppuð inn í það. Það verður hálfgert kósýmót fyrir mig – Tómas [Bojanowski, unnusti hennar] og fjölskyldan koma og við verðum öll saman. Ég hlakka mikið til.“
Golf Tengdar fréttir Ólafía fær þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, vann sér inn þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa hafnaði í 35. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt. 11. nóvember 2017 15:30 Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór af stað á Bláfjarðarmótinu í nótt. 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía færðist upp töfluna á Bláfjarðarmótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í fyrsta sinn undir pari á mótinu í Kína. 10. nóvember 2017 07:11 Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03 Allt fór í vaskinn hjá Ólafíu á seinni níu holunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fjóra yfir pari eftir tvo hringi á Bláfjarðarmótinu. 9. nóvember 2017 07:16 Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía fær þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, vann sér inn þátttökurétt á lokamótinu á LPGA-mótaröðinni eftir að hafa hafnaði í 35. sæti á Bláfjarðarmótinu sem lauk í Kína í nótt. 11. nóvember 2017 15:30
Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór af stað á Bláfjarðarmótinu í nótt. 8. nóvember 2017 07:32
Ólafía færðist upp töfluna á Bláfjarðarmótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði í fyrsta sinn undir pari á mótinu í Kína. 10. nóvember 2017 07:11
Ólafía endaði í 73. sæti peningalistans og verður í efsta forgangsflokki á næstu leiktíð Vann sér inn alls 22 milljónir króna á fyrstu leiktíð sinni á LPGA-mótaröðinni. 11. nóvember 2017 13:03
Allt fór í vaskinn hjá Ólafíu á seinni níu holunum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fjóra yfir pari eftir tvo hringi á Bláfjarðarmótinu. 9. nóvember 2017 07:16
Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Ólafía Þórunn lék lokahringinn á Bláfjarðarmótinu í Kína á fjórum höggum undir pari og lauk hún leik í 35. sæti á lokamóti sínu á LPGA-mótaröðinni á þessu ári en hún fékk sex skolla á hringnum í dag. 11. nóvember 2017 10:15