"Karlmenn eiga mjög bágt" Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. nóvember 2017 11:30 Dóri DNA segist vera hættur að hugsa á klósettinu og því fær hugurinn hans aðallega að reika þegar hann er undir stýri. Vísir/Vilhelm Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, gefur í dag út aðra ljóðabók sína Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra. Fyrsta bókin hans Hugmyndir: Andvirði 100 milljónir gerði góða hluti og var meðal annars gefin út í Þýskalandi. Þegar blaðamaður nær í Halldór ber hljómurinn í símtalinu þess merki að Dóri sé við akstur á meðan við ræðum saman.Þú ert að gefa út bókina Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra?… og þú ert að keyra núna? „Ég er að keyra núna og að hugsa um húsið mitt að brenna og heimshryggðina. Þessi bók er, ef við eigum að tala í frösum, stílæfingar í hversdagslegum hryllingi. Þetta er mjög gotneskt. Enn sem áður er ég náttúrulega með það á heilanum hvað karlmaðurinn á bágt, segir Dóri og hlær og bætir við, sérstaklega á Vesturlöndum.“Það er pínu hlutverkið sem þú hefur tekið að þér í ljóðageiranum ekki satt? „Smá, svona er þetta eitthvað sem talar ógeðslega mikið til mín, að pæla í þessu. En auðvitað fjallar bókin, eins og allur góður skáldskapur, um hvað það er ógeðslega erfitt að vera til.“En aftur að akstrinum, hvers vegna þessar hugsanir þar? „Ég held að þetta sé vegna tilkomu snjallsímanna. Það er enginn lengur að hugsa á klósettinu. En ég eyði töluverðum tíma í bíl – miklu meiri tíma en ég kæri mig um. Ég er oft einn á ljósum, alveg búinn að sóna út og útvarpið er orðið að bakgrunnstónlist. Ég hugsa að fyrir marga séu þetta einu stundirnar sem fólk raunverulega hugsar og lætur hugann reika. Svo fannst mér þessi titill kallast skemmtilega á við Murakami bókina [Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup] – en þetta er annar gír; þetta er ónáttúrulegt, þetta er vélrænt, þetta er eitthvað sem mengar og er eiginlega ógeðslegt. Ég er bara þessi venjulegi vestræni maður sem á dísilbíl og flokkar rusl – og er fastur í gildrunni þarna á milli.“Kápan á bókinni, hönnuð af Bobby Breiðholt.Þú ert sem sagt í svipuðum gír og í þinni síðustu bók, karlmennskan og þetta? „Já, ég myndi segja að þetta væri næsta skref. Ég er miklu stressaðri fyrir útgáfu þessarar bókar heldur en þeirrar síðustu. Síðasta bók var svolítil naglasúpa – þar var ég svolítið narraður áfram af útgefandanum, Ragnari Helga Ólafssyni. Hann var alltaf að senda mér email bara: „já, en ef þú pælir aðeins í þessu“ og „viltu ekki bara henda í eitt?“ þannig að hún var eiginlega svolítið bara ort í Gmail, í new message glugganum. Núna er þetta pínu eins og hjá hljómsveit; það er alltaf erfitt að fylgja eftir góðri frumraun. Fyrri bókin var gefin út í Þýskalandi, ég hef lesið upp úr henni í Bretlandi, hún var tilnefnd til menningarverðlauna DV?… það var smá hiti. Núna er ég meðvitaðri, „jæja núna ert þú, ljóðskáldið, að fara að reyna enn einu sinni“. Fyrir utan allt er þetta bara massa kolefnisjöfnun – þú getur ekki bara leikið í einhverjum bankaauglýsingum og prumpað í þig á Twitter endalaust, maður verður líka bara gjörsamlega að berskjalda sig. Fólk spyr gjarnan „er þetta eitthvað byggt á þínu lífi?“ og þetta er það bara alls, alls ekki. Enda finnst mér ljóð sem er byggt á lífi fólks bara ógeðslega óáhugavert. Ljóðin sem ég myndi skrifa ef ég myndi byggja á lífi mínu væru bara um að ég ætti börn og æðislega konu, ætti heima í Skerjafirðinum og sá kvíði sem ég byggi við væri yfir því að það væri of mikið að gera, að ég væri að horfa of mikið á Netflix eða hanga mikið í símanum – það væri ekki áhugavert. En ég á mjög auðvelt með að blása upp tilfinningar sem ég held að allir finni og búa til aðstæður í kringum það. Það að setjast niður að skrifa er alltaf persónulegt; þú ert alltaf að berskjalda þig og koma nakinn til dyra, sérstaklega í skáldskap.“Eru þetta ljóð sem fólk á að lesa undir stýri? „Ég held að fólk eigi að lesa þessi ljóð eins og það horfir á klám. Þar sem enginn sér til. Þannig á ljóðið að vera, það á að vera forboðið. Það má ekki ofselja það, ljóðið má ekki vera vinsælt – þá er það bara eins og einhver sjálfshjálparbók.“ Halldór segir að útgáfupartí sé á planinu og það verði auglýst síðar.Brot úr ljóðinu Ártúnsbrekkan Mér finnst eins og allir sem ég hitti séu að fara keppa í Eurovision. Það er góður andi í hópnum. Það eru allir spenntir, allir að gera sitt besta. Allir að leggjast á eitt. Allir að vona saman. Allir nema ég. Sem sit einn með tvo múrsteina í höndunum og fartölvu að reyna að youtube-a mig í gegnum það að byggja hús frá grunni. [...] Ég vildi óska þess að ég gæti haldið með einhverju fótboltaliði, en mig skortir sjálfsöryggið til þess að horfa á hóp af karlmönnum og hugsa þetta eru mínir menn og ég ætla að styðja þá í einu og öllu. Ég óttast að mennirnir frétti af því að ég ætli að halda með þeim og einhver skrifstofustjóri hjá liðinu verði gerður út til þess að senda mér formlegt bréf þar sem stuðningur minn er afþakkaður í einu og öllu Bókmenntir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, gefur í dag út aðra ljóðabók sína Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra. Fyrsta bókin hans Hugmyndir: Andvirði 100 milljónir gerði góða hluti og var meðal annars gefin út í Þýskalandi. Þegar blaðamaður nær í Halldór ber hljómurinn í símtalinu þess merki að Dóri sé við akstur á meðan við ræðum saman.Þú ert að gefa út bókina Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra?… og þú ert að keyra núna? „Ég er að keyra núna og að hugsa um húsið mitt að brenna og heimshryggðina. Þessi bók er, ef við eigum að tala í frösum, stílæfingar í hversdagslegum hryllingi. Þetta er mjög gotneskt. Enn sem áður er ég náttúrulega með það á heilanum hvað karlmaðurinn á bágt, segir Dóri og hlær og bætir við, sérstaklega á Vesturlöndum.“Það er pínu hlutverkið sem þú hefur tekið að þér í ljóðageiranum ekki satt? „Smá, svona er þetta eitthvað sem talar ógeðslega mikið til mín, að pæla í þessu. En auðvitað fjallar bókin, eins og allur góður skáldskapur, um hvað það er ógeðslega erfitt að vera til.“En aftur að akstrinum, hvers vegna þessar hugsanir þar? „Ég held að þetta sé vegna tilkomu snjallsímanna. Það er enginn lengur að hugsa á klósettinu. En ég eyði töluverðum tíma í bíl – miklu meiri tíma en ég kæri mig um. Ég er oft einn á ljósum, alveg búinn að sóna út og útvarpið er orðið að bakgrunnstónlist. Ég hugsa að fyrir marga séu þetta einu stundirnar sem fólk raunverulega hugsar og lætur hugann reika. Svo fannst mér þessi titill kallast skemmtilega á við Murakami bókina [Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup] – en þetta er annar gír; þetta er ónáttúrulegt, þetta er vélrænt, þetta er eitthvað sem mengar og er eiginlega ógeðslegt. Ég er bara þessi venjulegi vestræni maður sem á dísilbíl og flokkar rusl – og er fastur í gildrunni þarna á milli.“Kápan á bókinni, hönnuð af Bobby Breiðholt.Þú ert sem sagt í svipuðum gír og í þinni síðustu bók, karlmennskan og þetta? „Já, ég myndi segja að þetta væri næsta skref. Ég er miklu stressaðri fyrir útgáfu þessarar bókar heldur en þeirrar síðustu. Síðasta bók var svolítil naglasúpa – þar var ég svolítið narraður áfram af útgefandanum, Ragnari Helga Ólafssyni. Hann var alltaf að senda mér email bara: „já, en ef þú pælir aðeins í þessu“ og „viltu ekki bara henda í eitt?“ þannig að hún var eiginlega svolítið bara ort í Gmail, í new message glugganum. Núna er þetta pínu eins og hjá hljómsveit; það er alltaf erfitt að fylgja eftir góðri frumraun. Fyrri bókin var gefin út í Þýskalandi, ég hef lesið upp úr henni í Bretlandi, hún var tilnefnd til menningarverðlauna DV?… það var smá hiti. Núna er ég meðvitaðri, „jæja núna ert þú, ljóðskáldið, að fara að reyna enn einu sinni“. Fyrir utan allt er þetta bara massa kolefnisjöfnun – þú getur ekki bara leikið í einhverjum bankaauglýsingum og prumpað í þig á Twitter endalaust, maður verður líka bara gjörsamlega að berskjalda sig. Fólk spyr gjarnan „er þetta eitthvað byggt á þínu lífi?“ og þetta er það bara alls, alls ekki. Enda finnst mér ljóð sem er byggt á lífi fólks bara ógeðslega óáhugavert. Ljóðin sem ég myndi skrifa ef ég myndi byggja á lífi mínu væru bara um að ég ætti börn og æðislega konu, ætti heima í Skerjafirðinum og sá kvíði sem ég byggi við væri yfir því að það væri of mikið að gera, að ég væri að horfa of mikið á Netflix eða hanga mikið í símanum – það væri ekki áhugavert. En ég á mjög auðvelt með að blása upp tilfinningar sem ég held að allir finni og búa til aðstæður í kringum það. Það að setjast niður að skrifa er alltaf persónulegt; þú ert alltaf að berskjalda þig og koma nakinn til dyra, sérstaklega í skáldskap.“Eru þetta ljóð sem fólk á að lesa undir stýri? „Ég held að fólk eigi að lesa þessi ljóð eins og það horfir á klám. Þar sem enginn sér til. Þannig á ljóðið að vera, það á að vera forboðið. Það má ekki ofselja það, ljóðið má ekki vera vinsælt – þá er það bara eins og einhver sjálfshjálparbók.“ Halldór segir að útgáfupartí sé á planinu og það verði auglýst síðar.Brot úr ljóðinu Ártúnsbrekkan Mér finnst eins og allir sem ég hitti séu að fara keppa í Eurovision. Það er góður andi í hópnum. Það eru allir spenntir, allir að gera sitt besta. Allir að leggjast á eitt. Allir að vona saman. Allir nema ég. Sem sit einn með tvo múrsteina í höndunum og fartölvu að reyna að youtube-a mig í gegnum það að byggja hús frá grunni. [...] Ég vildi óska þess að ég gæti haldið með einhverju fótboltaliði, en mig skortir sjálfsöryggið til þess að horfa á hóp af karlmönnum og hugsa þetta eru mínir menn og ég ætla að styðja þá í einu og öllu. Ég óttast að mennirnir frétti af því að ég ætli að halda með þeim og einhver skrifstofustjóri hjá liðinu verði gerður út til þess að senda mér formlegt bréf þar sem stuðningur minn er afþakkaður í einu og öllu
Bókmenntir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira