Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 11:15 Frá þingflokksfundi VG í gærkvöldi sem frestað var til klukkan 13 í dag. vísir/stefán Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur meiri líkur en minni á því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Það líti hins vegar út fyrir að hún þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað til klukkan 13 í dag og má búast við því að flokkurinn taki þá ákvörðun hvort fara eigi í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eða ekki. „Í augnablikinu vekur athygli að formaður VG lýsir því að yfir að hún vilji ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk þó að formleg niðurstaða sé ekki komin af þessum þingflokksfundi VG. Það vekur líka athygli að hún telur að flokkarnir geti náð saman málefnalega,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til viðræðna Þá bendir hann á að ekki megi skilja þá þingmenn VG sem hafa tjáð sig opinberlega eftir þingflokksfundinn í gær öðruvísi en svo að þeir vilji láta á þessa stjórnarmyndun reyna. „Eflaust eru skiptar skoðanir innan þingflokksins um þetta mál en að þessu sögðu væri nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna og sjá hvort hann nær málefnasamningi sem hann getur sætt sig við.“ Baldur segist telja meiri líkur heldur en minni á að af þessum viðræðum verði vegna þess að ef að þingflokkur VG styðji ekki formanninn í þeirri vegferð, sem Katrín hefur lýst yfir að hún vilji láta reyna á, þá er hún sett í mjög erfiða stöðu. „Ekki bara innan flokksins heldur líka í öðrum hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hún væri komin í mjög erfiða stöðu bæði gagnvart sínum þingflokki sem og gagnvart öðrum formönnum sem þurfa að eiga samtöl um myndun stjórnar ef til þess kæmi,“ segir Baldur og ítrekar að honum þætti það sérstakt ef þingflokkurinn myndi ekki láta á þetta reyna, þrátt fyrir að það yrði vissulega erfitt því um sögulegar sættir yrði að ræða ef Sjálfstæðisflokkur og VG fara saman í ríkisstjórn.Baldur bendir á að þó að mikill samhljómur sé milli VG og Sjálfstæðisflokks þá sé líka langt á milli flokkanna. Auk þess snúist málið um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/VilhelmEitt að hafa þingflokkinn með sér og annað að hafa grasrótinaMörgum er eflaust í fersku minni þegar talað var um kattasmölum innan raða Vinstri grænna í ríkisstjórn þeirra og Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. Í færslu sem Baldur setti á Facebook í gær sagði hann að honum þætti líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í kattasmölun í ríkisstjórn með VG heldur en öfugt.En má ekki lesa það í stöðuna nú að Katrín sé komin í kattasmölun áður en einu sinni formlegar viðræður hefjast? „Já, það lítur nú út fyrir það vegna þess að það náðist ekki sátt um þessa leið sem hún boðaði í gær. Það virðist þurfa að sannfæra einhverja í þingflokknum um þetta. Enda er þetta stórt skref að stíga en svo er auðvitað eitt að hafa þingflokkinn á bak við sig og annað að hafa grasrótina. Við sjáum það klárlega að það er þó nokkur andstaða við þetta hjá almennum flokksmönnum,“ segir Baldur. Það er því mjög erfitt fyrir flokkinn að fara inn í þetta stjórnarsamstarf og þó að það sé heilmikill samhljómur hjá flokkunum þá bendir Baldur á að það er líka mikill málefnalegur ágreiningur, til að mynda í skattamálum og þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðis-og menntamála almennt. Svo sé jafnframt ágreiningur hjá flokkunum um vinnubrögð og þá snúist málið einnig um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, fylgir formanninum og þingflokksformanninum að málum varðandi stjórnarmyndunarviðræður.Skjáskot/Stöð2Læti og hávaði innan flokksins ef það næst saman stjórnarsáttmáli Aðspurður hvað hann lesi í yfirlýsingar manna eins og Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem hafa verið taldir áhrifamenn innan VG, um þriggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn segir hann það sýna að þeir vilji koma á sögulegum sáttum Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. „Það sýnir að þeim finnist að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en skilji þá að. Það sýnir það líka að kjarni forystufólks VG núverandi og fyrrverandi virðast styðja formanninn í þessari vegferð ef marka má þá sem hafa tjáð sig. Þess vegna virðist Katrín hafa þorra forystufólksins með sér í þessu.“Heldurðu að það styrki stöðu hennar gagnvart grasrótinni að einhverju leyti? „Það gerir það vissulega en það verða læti og það verður hávaði ef það næst saman stjórnarsáttmáli.“Baldur segir að þó að formennirnir þrír hefji formlegar viðræður þá sé enn langt í land í að mynda ríkisstjórn. Vísir/GVA/ERNIREiga langt í land með að mynda ríkisstjórnEn hversu líklegt telur Baldur að mynduð verði ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef farið verður í formlegar viðræður? „Þá myndi ég segja að það er langt í land að þeir nái saman. Það er hins vegar athyglisvert að Katrín segist vongóð um það og telji að þeir geti náð saman. Hún myndi líklega ekki ætla sér í þessa vegferð nema hún teldi að hún gæti náð saman með þeim. En báðir flokkarnir, VG og Sjálfstæðisflokkur, þurfa að gefa mjög mikið eftir til þess að þeir nái saman í stjórn.“ Ef þeir ná hins vegar saman og mynda ríkisstjórn mun það gjörbreyta landslaginu í íslenskri pólitík að sögn Baldurs. „Ef það verða ekki veruleg innanflokksátök í flokkunum, það verða einhver alltaf innanflokksátök bæði í VG og Sjálfstæðisflokki, og samstarfið heppnast nokkuð vel án mikilla átaka milli flokkanna, þá gjörbreytir þetta landslagi íslenskra stjórnmála. Það gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn og aðrir flokkar á miðjunni eru ekki lengur í þeirri lykilstöðu að mynda ríkisstjórn eins og þeir hafa verið frá því að flokkakerfið myndaðist á fjórða áratug síðustu aldar.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur meiri líkur en minni á því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Það líti hins vegar út fyrir að hún þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað til klukkan 13 í dag og má búast við því að flokkurinn taki þá ákvörðun hvort fara eigi í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn eða ekki. „Í augnablikinu vekur athygli að formaður VG lýsir því að yfir að hún vilji ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk þó að formleg niðurstaða sé ekki komin af þessum þingflokksfundi VG. Það vekur líka athygli að hún telur að flokkarnir geti náð saman málefnalega,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til viðræðna Þá bendir hann á að ekki megi skilja þá þingmenn VG sem hafa tjáð sig opinberlega eftir þingflokksfundinn í gær öðruvísi en svo að þeir vilji láta á þessa stjórnarmyndun reyna. „Eflaust eru skiptar skoðanir innan þingflokksins um þetta mál en að þessu sögðu væri nokkuð sérstakt ef flokkurinn myndi ekki samþykkja að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna og sjá hvort hann nær málefnasamningi sem hann getur sætt sig við.“ Baldur segist telja meiri líkur heldur en minni á að af þessum viðræðum verði vegna þess að ef að þingflokkur VG styðji ekki formanninn í þeirri vegferð, sem Katrín hefur lýst yfir að hún vilji láta reyna á, þá er hún sett í mjög erfiða stöðu. „Ekki bara innan flokksins heldur líka í öðrum hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Hún væri komin í mjög erfiða stöðu bæði gagnvart sínum þingflokki sem og gagnvart öðrum formönnum sem þurfa að eiga samtöl um myndun stjórnar ef til þess kæmi,“ segir Baldur og ítrekar að honum þætti það sérstakt ef þingflokkurinn myndi ekki láta á þetta reyna, þrátt fyrir að það yrði vissulega erfitt því um sögulegar sættir yrði að ræða ef Sjálfstæðisflokkur og VG fara saman í ríkisstjórn.Baldur bendir á að þó að mikill samhljómur sé milli VG og Sjálfstæðisflokks þá sé líka langt á milli flokkanna. Auk þess snúist málið um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/VilhelmEitt að hafa þingflokkinn með sér og annað að hafa grasrótinaMörgum er eflaust í fersku minni þegar talað var um kattasmölum innan raða Vinstri grænna í ríkisstjórn þeirra og Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. Í færslu sem Baldur setti á Facebook í gær sagði hann að honum þætti líklegra að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í kattasmölun í ríkisstjórn með VG heldur en öfugt.En má ekki lesa það í stöðuna nú að Katrín sé komin í kattasmölun áður en einu sinni formlegar viðræður hefjast? „Já, það lítur nú út fyrir það vegna þess að það náðist ekki sátt um þessa leið sem hún boðaði í gær. Það virðist þurfa að sannfæra einhverja í þingflokknum um þetta. Enda er þetta stórt skref að stíga en svo er auðvitað eitt að hafa þingflokkinn á bak við sig og annað að hafa grasrótina. Við sjáum það klárlega að það er þó nokkur andstaða við þetta hjá almennum flokksmönnum,“ segir Baldur. Það er því mjög erfitt fyrir flokkinn að fara inn í þetta stjórnarsamstarf og þó að það sé heilmikill samhljómur hjá flokkunum þá bendir Baldur á að það er líka mikill málefnalegur ágreiningur, til að mynda í skattamálum og þegar kemur að útgjöldum til heilbrigðis-og menntamála almennt. Svo sé jafnframt ágreiningur hjá flokkunum um vinnubrögð og þá snúist málið einnig um það hjá mörgum innan VG að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, fylgir formanninum og þingflokksformanninum að málum varðandi stjórnarmyndunarviðræður.Skjáskot/Stöð2Læti og hávaði innan flokksins ef það næst saman stjórnarsáttmáli Aðspurður hvað hann lesi í yfirlýsingar manna eins og Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem hafa verið taldir áhrifamenn innan VG, um þriggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn segir hann það sýna að þeir vilji koma á sögulegum sáttum Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. „Það sýnir að þeim finnist að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en skilji þá að. Það sýnir það líka að kjarni forystufólks VG núverandi og fyrrverandi virðast styðja formanninn í þessari vegferð ef marka má þá sem hafa tjáð sig. Þess vegna virðist Katrín hafa þorra forystufólksins með sér í þessu.“Heldurðu að það styrki stöðu hennar gagnvart grasrótinni að einhverju leyti? „Það gerir það vissulega en það verða læti og það verður hávaði ef það næst saman stjórnarsáttmáli.“Baldur segir að þó að formennirnir þrír hefji formlegar viðræður þá sé enn langt í land í að mynda ríkisstjórn. Vísir/GVA/ERNIREiga langt í land með að mynda ríkisstjórnEn hversu líklegt telur Baldur að mynduð verði ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef farið verður í formlegar viðræður? „Þá myndi ég segja að það er langt í land að þeir nái saman. Það er hins vegar athyglisvert að Katrín segist vongóð um það og telji að þeir geti náð saman. Hún myndi líklega ekki ætla sér í þessa vegferð nema hún teldi að hún gæti náð saman með þeim. En báðir flokkarnir, VG og Sjálfstæðisflokkur, þurfa að gefa mjög mikið eftir til þess að þeir nái saman í stjórn.“ Ef þeir ná hins vegar saman og mynda ríkisstjórn mun það gjörbreyta landslaginu í íslenskri pólitík að sögn Baldurs. „Ef það verða ekki veruleg innanflokksátök í flokkunum, það verða einhver alltaf innanflokksátök bæði í VG og Sjálfstæðisflokki, og samstarfið heppnast nokkuð vel án mikilla átaka milli flokkanna, þá gjörbreytir þetta landslagi íslenskra stjórnmála. Það gerir það að verkum að Framsóknarflokkurinn og aðrir flokkar á miðjunni eru ekki lengur í þeirri lykilstöðu að mynda ríkisstjórn eins og þeir hafa verið frá því að flokkakerfið myndaðist á fjórða áratug síðustu aldar.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31