Logi: Auðvelt að segja nei við stjórnarmyndun fjórflokksins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2017 16:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og arkítekt. Vísir/Eyþór Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið auðvelt að hafna aðkomu að þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem nú eru að hefjast. Vinstri græn vildu fá Samfylkinguna inn í viðræðurnar til að styrkja þann meirihluta sem slík stjórn myndi hafa. Svo fór þó ekki og eru Vinstri græn á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það var auðvelt að segja nei við hugmyndinni um stjórnarmyndun gamla fjórflokksins. Þar fengu skynsemin og hjartað bæði að láta sína skoðun í ljós og voru sammála um að slík stjórn væri ekki svar við áskorun stjórnmálanna, næstu árin,“ skrifar Logi á Facebook. Hann segir að sú áskorun snúist um að auka félagslegan jöfnuð auk þess sem að bregðast þurfi við þeim atburðum sem leiddu til falls síðustu tveggja ríkisstjórna og vísar þar til þeirra upplýsinga sem komu fram í Panama-skjölunum sem og málum sem tengjast veitingu uppreist æru. Það sé forsenda þess að komið verði á pólitískum stöðugleika og sú ríkisstjórn sem nú sé í burðarliðnum sé ekki vænleg til árangurs. „Ríkisstjórn frá miðju til vinstri er að mínu mati líklegust til að takast það,“ skrifar Logi en hann hefur á undanförnum dögum unnið að því að faá Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins til liðs við sig svo bjóða mætti þeim flokkum sem nú er á leið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn upp á annan valkost.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43