Katrín: Allir flokkar hafa drauma, langanir og þrár varðandi ráðuneyti Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. nóvember 2017 19:25 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00