Fjölgun ráðuneyta til umræðu í viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Framsóknarmenn leggja áherslu á að fá efnahagsmálin sem leitt gæti til þess að fjármálaráðuneytinu verði skipt í tvö ráðuneyti. Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00