Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 08:45 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51