Orðin eru svo hljómfögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 10:45 "Ég vona að fólk streymi til okkar og nái sér í andlega næringu,“ segir Hanna Rósa. Vísir/Anton Brink Við reynum að hafa hátíðina fjölbreytta. Fengum ungt listafólk og kór til liðs við okkur og svo verður Kristín S. Árnadóttir bókmenntafræðingur með hugleiðingar um Jónas, líf hans og störf,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur um afmælisdagskrá sem haldin verður í Hofi á Akureyri á laugardaginn, 18. nóvember, til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Hún kveðst hafa grun um að Kristín bókmenntafræðingur muni ræða eitthvað um nýyrðasmíð Jónasar sem hafi verið stórmerkileg. „Þar kemur skáldið í honum fram, því orðin eru svo hljómfögur,“ bendir hún á.Hanna Rósa segir mikið af frumsömdu efni á dagskránni. „Ég hlakka til að heyra í rapparanum, Viljari Níu, því ég veit að hann hefur verið að búa eitthvað til sérstaklega fyrir þetta tilefni. Svo er það hann Villi – Vilhjálmur Bragason, sem er annað af Vandræðaskáldunum. Hann ætlar að leika sér með orð, það er í anda Jónasar. Einnig verða lesin ljóð eftir verðlaunahafa í samkeppni í skapandi skrifum og norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við texta Jónasar. Hanna Rósa starfar í Minjasafninu á Akureyri og situr líka í stjórn Jónasarseturs að Hrauni í Öxnadal, sem stendur fyrir hátíðinni á laugardaginn ásamt Menningarfélagi Akureyrar. „Meginmarkmið Jónasarseturs er að reka Hraun, fæðingarstað Jónasar. Húsið og jörðin voru keypt 2003 og húsið þá tekið í gegn. Nú er búið að merkja nokkrar áhugaverðar gönguleiðir í umhverfi þess. Húsið er leigt út sem fræðimannsíbúð og einnig leigt BHM yfir sumartímann. Það er fjárhagsleg ráðstöfun því þegar hrunið varð hvarf bakhjarl verkefnisins sem var sparisjóðurinn,“ útskýrir Hanna Rósa. „En við höfum líka staðið fyrir viðburðum á hverju ári, Fífilbrekkuhátíð snemma sumars og upplestri, söng og ýmiss konar dagskrá sem er tileinkuð skáldinu.“ Afmæli Jónasar er vissulega í dag, þá verða Jónasarverðlaunin afhent í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. „Við vildum að sjálfsögðu ekki trufla þann viðburð og því færðum við okkar hátíðadagskrá yfir á laugardaginn,“ segir Hanna Rósa. „Við verðum í Hamraborg, aðalsal Hofs. Það kostar ekkert inn og ég vona að fólk hreinlega streymi til okkar og nái sér í andlega næringu.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Við reynum að hafa hátíðina fjölbreytta. Fengum ungt listafólk og kór til liðs við okkur og svo verður Kristín S. Árnadóttir bókmenntafræðingur með hugleiðingar um Jónas, líf hans og störf,“ segir Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur um afmælisdagskrá sem haldin verður í Hofi á Akureyri á laugardaginn, 18. nóvember, til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Hún kveðst hafa grun um að Kristín bókmenntafræðingur muni ræða eitthvað um nýyrðasmíð Jónasar sem hafi verið stórmerkileg. „Þar kemur skáldið í honum fram, því orðin eru svo hljómfögur,“ bendir hún á.Hanna Rósa segir mikið af frumsömdu efni á dagskránni. „Ég hlakka til að heyra í rapparanum, Viljari Níu, því ég veit að hann hefur verið að búa eitthvað til sérstaklega fyrir þetta tilefni. Svo er það hann Villi – Vilhjálmur Bragason, sem er annað af Vandræðaskáldunum. Hann ætlar að leika sér með orð, það er í anda Jónasar. Einnig verða lesin ljóð eftir verðlaunahafa í samkeppni í skapandi skrifum og norðlensku tónlistarkonurnar Þórhildur Örvarsdóttir, Helga Kvam og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja og leika nokkur lög við texta Jónasar. Hanna Rósa starfar í Minjasafninu á Akureyri og situr líka í stjórn Jónasarseturs að Hrauni í Öxnadal, sem stendur fyrir hátíðinni á laugardaginn ásamt Menningarfélagi Akureyrar. „Meginmarkmið Jónasarseturs er að reka Hraun, fæðingarstað Jónasar. Húsið og jörðin voru keypt 2003 og húsið þá tekið í gegn. Nú er búið að merkja nokkrar áhugaverðar gönguleiðir í umhverfi þess. Húsið er leigt út sem fræðimannsíbúð og einnig leigt BHM yfir sumartímann. Það er fjárhagsleg ráðstöfun því þegar hrunið varð hvarf bakhjarl verkefnisins sem var sparisjóðurinn,“ útskýrir Hanna Rósa. „En við höfum líka staðið fyrir viðburðum á hverju ári, Fífilbrekkuhátíð snemma sumars og upplestri, söng og ýmiss konar dagskrá sem er tileinkuð skáldinu.“ Afmæli Jónasar er vissulega í dag, þá verða Jónasarverðlaunin afhent í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. „Við vildum að sjálfsögðu ekki trufla þann viðburð og því færðum við okkar hátíðadagskrá yfir á laugardaginn,“ segir Hanna Rósa. „Við verðum í Hamraborg, aðalsal Hofs. Það kostar ekkert inn og ég vona að fólk hreinlega streymi til okkar og nái sér í andlega næringu.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira