UFC fær mikla gagnrýni: „Endar með því að Stallone mæti Kim Kardashian“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 13:45 Kim Kardashian gæti lent í basli með Rocky. vísir/getty „Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia. MMA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia.
MMA Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira