Hrafnhildur: Erfitt fyrir mig að ætla að kenna þeim að grípa bolta núna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var svekkt að loknum leik gegn Val í kvöld og hennar fyrstu viðbrögð, vonbrigði. „Þetta eru gífurleg vonbrigði, klárlega ekki það sem við ætluðum okkur því við ætluðum okkur að sækja tvö stig hérna í dag.“ ÍBV átti möguleika á því að sækja tvö stig allt fram að 55 mínútu en staðan ennþá jöfn þá 26 - 26. Ítrekað misstu Eyjakonur þá boltann og á tveimur mínútum var Valur komið í þriggja marka forystu, ÍBV kastaði því leiknum algjörlega frá sér. „Það er jafntefli þegar fimm mínútur eru til leiksloka og þá allt í einu kunnum við ekki að grípa bolta og förum gríðalega illa útúr því. Ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, stress eða einbeitingarleysi, eitthvað var það allavega því það er ekki eðlilegt að vera komin á þetta level að geta ekki gripið boltann. Ég veit ekki hversu oft það gerðist þarna á síðustu mínútunum. Þetta eiga þær að kunna, það er allavega erfitt fyrir mig að kenna þeim þetta.“ ÍBV getur státað sig af því, líkt og mörg önnur lið í deildinni, að vera með góðar skyttur í sínu liði en Chantel Pagel reyndist þeim erfið í dag. „Chantel átti frábæran leik í dag, hún átti líka svona góðan leik á móti okkur í Eyjum og hefur bara verið góða í vetur svo við bjuggumst alveg við henni svona.“ Hrafnhildur hikaði þegar hún var spurð útí það góða sem hún tekur með sér eftir leikinn, það getur verið erfitt að svara því eftir svona slæman lokakafla „Það var góður andi í liðinu sem hefur svolítið vantað hjá okkur í vetur, vörnin var að standa vel á köflum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur mörk sem við lögðum upp með að fá ekki á okkur. Ég er mjög óánægð með það hversu mörg mörk við fengum á okkur á tvistana í vörninni. En ég var alveg ánægð með margar sóknir hjá stelpunum en á sama tíma aðra hrikalega lélegar.“ Framundan er landsleikjahlé, íslenska kvennalandsliðið á æfingaleiki gegn Þýskalandi og Slóvakíu 25. - 29. nóvember og þar á ÍBV tvo fulltrúa, Esteri Óskarsdóttur og Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur. „Ég get ekki nýtt þessa pásu eins og á væri kosið, við eigum nátturlega fulltrúa í liðinu, Esteri og Guðnýju og svo fer Asun líka til Brasiliu. Svo ég get lítið notað þetta hlé í að pússa liðið saman og næstu þrjár vikur verða erfiðar æfingalega séð hjá mér enda er ég með þunnann hóp fyrir.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32 - 28 | Valskonur taplausar á toppnum eftir sigur á ÍBV Valskonur eru enn taplausar eftir sigur á ÍBV í stór leik umferðarinnar. Jafn leikur í 55 mínútur en ÍBV klúðraði loka mínútum leiksins. 16. nóvember 2017 21:15