Leiðtogar flokkanna ræða skattalækkanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir mætti glaðbeitt til fundar í Ráðherrabústaðinn í gær. Vísir/eyþór Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Lækkun tekjuskatts er mjög til umræðu sem einn þáttur í aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum, í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst rætt um lækkun skatthlutfalls einstaklinga í lægra þrepi tekjuskatts, en hækkun persónuafsláttar hefur einnig verið haldið á lofti í viðræðunum sem vænlegri kosti. Til mótvægis við þessar aðgerðir er stefnt að því að auka skattheimtu af fjármagnstekjum annaðhvort með því að hækka skattprósentu fjármagnstekjuskatts, en skatturinn er 20 prósent, eða gera annars konar breytingar á innheimtu skattsins svo sem með útvíkkun skattstofnsins. Þá herma heimildir blaðsins að stefnt sé að því að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum sem standa þurfa undir launahækkunum, með lækkun tryggingagjalds. Umbætur í velferðarmálum sem einnig tengjast kjaramálunum eru til umræðu; meðal annars útvíkkun fæðingarorlofs. Breytingar á tekjuskatti á fyrirtæki eru hins vegar ekki til umræðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggur enn fyrir hvort baráttumál Vinstri grænna um kolefnishlutleysi skili sér að fullu í málefnasamning flokkanna en flokkurinn lagði mikla áherslu á loftslagsmálin í aðdraganda kosninga. Markmið VG í loftslagsmálum eru nokkuð djörf og ganga lengra en Parísarsamkomulagið, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur Katrín lagt þunga áherslu á málið í viðræðum flokkanna. Réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum og stuðningur við þá fær einnig sinn stað í stjórnarsáttmálanum, verði af samstarfi flokkanna, og verður lögð áhersla á að tryggja aðstoð fyrir þá um allt land. Ekki er einhugur í flokkunum um hve mörg ráðuneytin eigi að vera. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur komið til tals að skipta fjármálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti, enda ráðuneytið mjög þungt með öll ríkisfjármál og málefni banka og fjármálafyrirtækja að auki. Viðmælendur Fréttablaðsins úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki segja verkefni ráðuneytisins á næstu misserum afar viðfangsmikil, bæði vegna kjaraviðræðna og nauðsynlegra breytinga á fjármálakerfinu sem ráðast þurfi í. Vinstri græn hafa hins vegar ekki tekið undir þessa breytingu á ráðuneytaskipan, nema síður sé. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að embættismenn í fjármálaráðuneytinu séu mótfallnir uppskiptingu þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira