Fyrrverandi barnastjarna fordæmir kynferðislega hlutgervingu 13 ára gamallar leikkonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 11:15 Millie Bobby Brown er ein aðalstjarnan í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Stranger Things. vísir/getty Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36