Eigum að vera stolt af árangri okkar í listum Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 10:00 Fyrrverandi unglingalandsliðsmaðurinn í fótbolta og núverandi tónverkamaðurinn Daníel Bjarnason á heimili sínu ásamt tíkinni Vöku. Visir/Stefán Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var sex ára en svo hætti ég á píanóinu eftir um þrjú ár og var á kafi í fótbolta og handbolta og ég held eftir á að hyggja að ég hafi hætt mest af því að það var svo lítill félagsskapur í kringum námið. Maður var bara alltaf einn að æfa sig eða skottast í píanótíma og það var ekkert sem hélt utan um þetta félagslega ólíkt því sem var hjá blásara- eða strengjanemendum sem voru ýmist í lúðrasveitum eða strengjasveitum. Það er hættan fyrir unga píanóleikara hvað þetta getur verið einmanalegt,“ segir Daníel Bjarnason tónlistarmaður, nánar tiltekið tónskáld, stjórnandi og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Daníel flutti til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum eftir að hann kláraði Hagaskóla og fór þar í menntaskóla. Hann hélt áfram í íþróttunum og gekk vel. Hann var í marki í fótbolta og varð bikarmeistari með sínu liði í Danmörku og þar lögðu menn fast að honum að sækja um danskan ríkisborgararétt til þess að vera gjaldgengur með þeirra unglingalandsliðum. Hann var hins vegar byrjaður að spila með íslenska unglingalandsliðinu en þrátt fyrir það var það tónlistin sem varð fyrir valinu. „Ég náði ósköp litlu sambandi við þessa stráka sem ég var að æfa með fótbolta úti í Danmörku, þeir voru bara á annarri bylgjulengd. Á þessum aldri er maður er reyna að átta sig á hver maður er, hvað maður vill, og þarna fann ég að það var eitthvað sem var að taka yfir áhuga minn og að það tengdist tónlist og listum almennt, en ekki fótbolta. Þarna byrjaði ég að kafa ofan í þessa klassísku tónlist, eiginlega í fyrsta skipti fyrir alvöru og mér fannst þetta vera það áhugaverðasta sem ég hafði komist í og þá varð ekki aftur snúið.“Daníel og félagar hans í 5. flokki Fram árið 1991 en þessir strákar reyndust mjög sigursælir í yngri flokkum.Tónlistina frekar en landsliðið Daníel segir að þrátt fyrir gott gengi í íþróttunum hafi þó tónlistin alltaf togað í hann. „Finnur bróðir sem er sex árum eldri en ég byrjaði að læra söng og fór að draga mig á tónleika. Þá kviknaði aftur á einhverri peru þannig að þegar við fluttum til Danmerkur settist ég aftur við píanóið. Þá var áhuginn eiginlega orðinn meiri en hann hafði verið áður því þá gerði ég þetta alfarið á eigin forsendum og fór alveg á kaf í þetta. Valdi að fara á tónlistarbraut í menntaskóla þar, og þar sem ég hafði verið ári á undan heima og menntaskólinn í Danmörku var bara þrjú ár þá var ég orðinn stúdent átján ára. Þá gat ég komið heim og farið bara á fullt í píanónámið. Ég hafði aðeins klárað eitt stig á píanó þegar ég hætti en kom þarna heim og tók sjöunda stigið á píanó og hoppaði þar með yfir stig tvö til sex,“ segir Daníel og hlær við tilhugsunina um þennan sérstæða námsferil. „Tók svo burtfararpróf tveimur árum seinna og fór þá í tónfræðideildina og þá var ég byrjaður að semja og einnig kominn með áhuga á hljómsveitarstjórnun.“ Daníel útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík með ígildi BA í tónsmíðum og segir að það hafi í framhaldinu verið meðvituð ákvörðun um að fara ekki í framhaldsnám í tónsmíðum heldur frekar hljómsveitarstjórnun. „Ég var smeykur við tónsmíðanámið, það er kannski smá hrokafullt en ég treysti mér til að standa á eigin fótum og fannst að það gæti verið stórhættulegt fyrir mig að fara inn í of akademískt umhverfi með mína tónlist. Mér fannst vera mikilvægast fyrir mig að halda áfram að skrifa, fá tónlistina mína flutta og finna mína rödd sem tónskáld. Ég ákvað því að hljómsveitarstjórnunin skyldi vera mín leið til að þroskast bæði sem stjórnandi en líka sem tónskáld.“Við upphaf æfingatímans á óperunni Brødre. Daníel, Steffen Aarfing sviðshönnuður, Kerstin Perski höfundur libretto og Kasper Holten leikstjóri.Samkenndin forsenda lista Daníel segir að það hafi orðið mikil breyting á umhverfi tónskálda á síðustu árum og listrænt séð þá sé í raun allt leyfilegt. „Það er allt svo brotakennt núna. Það eru ekki eins skýrar línur og áður fyrr enda má allt í dag. Það er það sem er svolítið erfitt. En sem listamaður er maður í raun alltaf að opinbera sjálfan sig sem manneskju. Maður getur aðeins búið til sína list út frá því hver maður er og hvaða menntun og bakgrunn maður hefur. Maður setur hlutina fram á ákveðinn hátt og í ákveðnu samhengi og þeir sem taka á móti þurfa að lesa inn í það samhengi að einhverju leyti. Ef þú ert að vísa í aðra listamenn, önnur listaverk eða eitthvað slíkt þá getur enginn lesið í það nema hann hafi einhvern skilning á því um hvað er að ræða, skilning á samhenginu. Ef þú ert að tala inn í samfélag þá er áhugavert að hugsa um inn í hvaða samfélag þú ert að tala. Ertu að tala við þröngan eða breiðan hóp? Það er oft mjög flókið að átta sig á þessu og oft er listamaðurinn alls ekki meðvitaður um þetta. En það er samt að einhverju leyti þessi sammannlegi þáttur sem er grunnur allrar listsköpunar. List er í eðli sínu samskiptaform. Samkenndin, hið sammannlega, er í raun forsenda þess að list sé þess virði að framkvæma hana. Án hennar er listin bara eintal dagbókarinnar. Maður verður að vera trúr sinni eigin sýn. Ekki vanmeta sjálfan sig eða viðtakendur. Það sem þú upplifir sem áhugavert mun líka höfða til annarra. Kannski ekki allra, en það er ekki þitt að hafa áhyggjur af því. Góð list er alltaf marglaga og virkar á mismunandi dýptargráðum allt eftir því hver móttakandinn er og hversu djúpt er kafað.“Jakob Christian Zethner, Joel Annmo og Anne Margrethe Dahl í óperunni Brødre.Ópera allra stríða Árið sem er að líða er búið að vera viðburðaríkt. Daníel er starfandi sem staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands en á árinu voru frumflutt eftir hann bæði ópera í Danmörku og fiðlukonsert í Hollywood Bowl í Los Angeles. Daníel segir að óperan hafi verið pöntuð frá Dönsku þjóðaróperunni en óperustjórinn sem hafi pantað verkið hafi verið írsk kona sem Daníel efast hlæjandi um að hafi nokkuð vitað um tengsl hans við Danmörku, hvað þá fótboltaferilinn. Óperan er byggð á kvikmynd Susanne Bier, Brødre, en höfundur textans er hin sænska Kerstin Perski og leikstjóri Kasper Holten. „Ég var búinn að vera lengi að hugsa um að skrifa óperu. Var með nokkrar hugmyndir en eftir að ég horfði á myndina fannst mér þetta vera frábær efniviður. Við tók mikil vinna með Kerstin Perski að ákveða hvernig við ætluðum að segja þessa sögu á sviði sem endaði með því að vera dáldið mikið öðruvísi en í myndinni en sama kjarnasaga. Það sem er áhugavert við þessa sögu er að hún er svo erkitýpísk. Þetta er nánast eins og grísk goðsögn um hermann sem kemur heim eins og draugur inn í sitt eigið líf. Auk þess er þarna tekist á við ástir og afbrýði en líka eitthvað á borð við áfallastreituröskun hermanna. Stærsta ákvörðunin sem við tókum var að nota kór á sviðinu sem er eins og kór í grískum harmleik sem rammar inn söguna og sýnir hana í stærra samhengi. Þar með verður þetta saga allra stríða og allra hermanna.“Mistökin í Hörpu Þessi danska uppfærsla verður flutt á Listahátíðinni í Reykjavík í vor og Daníel segir að það sé bæði skemmtilegt og mikilvægt að fá að koma með þetta heim. „Þetta er minn heimavöllur og það er líka gaman fyrir óperulífið hér að fá hingað nýja íslenska óperu vegna þess að það er ekkert of mikið um frumflutning á íslenskum óperum á Íslandi.“Er það áhyggjuefni að íslenskar óperur séu helst frumfluttar úti í heimi? „Ég held að það sé kannski ekki beint áhyggjuefni og ég hef fullan skilning á því að óperunni er sniðinn þröngur stakkur í Hörpu og þarf að taka ýmsar ákvarðanir sem endurspegla það en á sama tíma verð ég að hrósa óperunni fyrir að taka þetta skref með mína óperu. Það er Íslenska óperan sem er drífandi aflið í því að setja þetta upp þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með það. Staðreyndin er sú að ég held að óperan eigi alltaf eftir að þurfa að berjast á meðan hún á heimili sitt í Eldborg. Meðan það er þá veit ég ekki alveg hvað hún getur gert til þess að fá meiri samfellu í starfið og geta boðið upp á enn fjölbreyttara verkefnaval. Best væri ef það væri annar salur og eins gæti verið fróðlegt að sjá fleiri tónleikauppfærslur á óperum eins og gert var með Peter Grimes á Listahátíð. En stærstu mistökin voru alltaf að vera ekki með sérstakan sal með hliðarsviði og gryfju fyrir óperutónlist, dans og jafnvel rokktónleika. En því verður ekki breytt héðan af. Þannig að staða óperunnar er dálítið erfið. Ein hugmyndin er að óperan fari aftur í Þjóðleikhúsið sem er nú ýmsum vandkvæðum bundið, og svo er önnur að óperan og sinfónían taki höndum saman enn meira en verið hefur. Jafnvel sameinist að einhverju leyti en þá þarf það að gerast á réttan hátt því það er alltaf sú hætta að með svona samruna glatist mikilvæg þekking og það má ekki gerast. Báðar þessar stofnanir verða að viðhalda sjálfstæði sínu þó að meiri samvinna sé bæði jákvæð og augljós.“Hið fræga kynningarskilti á Hollywood Bowl auglýsir fiðlukonsert Daníels í flutningi LA Phil.Pikknikk og fiðlukonsert Daníel vinnur talsvert utan landsteinanna og hefur verið í sérstaklega farsælu sambandi við Fílharmóníusveitina í Los Angeles. „Ég fór þarna fyrst í kringum 2011 þegar þau fluttu tónlistina mína í fyrsta sinn og þá strax báðu þau mig um að skrifa meira. Það samstarf hefur gengið þannig koll af kolli. Síðan kom þessi risastóra hátíð, Reykjavík Festival, sem var haldin í apríl og ég vann að með þeim í tæp tvö ár. Það merkilega er að þessi hátíð var ekki að íslensku frumkvæði heldur að frumkvæði LA Phil sem er alveg magnað. Það segir líka mikið um stöðu íslensks tónlistar- og menningarlífs í heiminum að þetta hafi orðið að veruleika. Þetta var risastór hátíð sem stóð í tvær vikur og vakti mikla athygli í fjölmiðlum vestan hafs sem og í borginni sjálfri. Þessi hljómsveit er talsvert ólík öðrum slíkum í Bandaríkjunum þar sem hún er mjög framsækin og hugsar mikið til eins og listasafn. Þau búa stöðugt til viðburði, frumflytja líklega mest allra hljómsveita af nýrri tónlist, eru að setja upp óperur og sviðsverk, setja tónleika í nýtt samhengi og vinna þvert á margar listgreinar. Ég held að allar hljómsveitir geti lært mikið af þessari hljómsveit og hvernig þau nálgast listina.“ En er ekki fiðlukonsertinn sem þau fluttu eftir þig í sumar einmitt dæmi um þetta? „Jú, það má segja það, en reyndar átti hann að vera á Reykjavíkurhátíðinni en frestaðist vegna óperunnar. En í staðinn var hann fluttur í Hollywood Bowl, sem hljómsveitin rekur á sumrin, og það var algjörlega mögnuð upplifun að fá að vera þar. Þetta er gríðarlega stórt svæði og utandyra og mjög sérstök stemning sem myndast þarna. Fólk mætir þarna snemma með pikknikk-körfurnar en svo þegar það er byrjað að spila þá dettur allt í dúnalogn. Það var engu líkt. Konsertinn fór svo á heilmikið flakk með það með öðrum hljómsveitum í Evrópu og ég fylgdi því eftir svona að hluta. Það var gaman að fá samanburðinn frá Hollywood Bowl við þessa hefðbundnu tónleikasali. Planið er svo að konsertinn verði fluttur hér hjá Sinfóníunni á næsta tónleikaári og ég hlakka mikið til þess.“Daníel segir að það skipti hann miklu máli að fá óperuna sína flutta hér heima á listahátíð í vor. Visir/StefánOkkar mesta stolt Þegar kemur að spurningunni um hvernig Íslendingar séu að höndla listir og menningu í samfélagslegu tilliti segir Daníel að við séum í raun að gera margt vel. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru grunnstoðirnar en ég hef ekki svo miklar áhyggjur af toppunum. Auðvitað er það eilíf barátta hjá listastofnunum fyrir fjármagni en ég hef mun meiri áhyggjur af listnámi í grunnskólunum og tónlistarskólunum. Það er eins og pólitíkusar fatti ekki alltaf samhengið þarna á milli – að þetta gerist bara og renni fram eins og kalda vatnið úr krananum. Að það verði alltaf æðislegir listamenn á Íslandi vegna þess að við erum svo frábær. En þetta er ekki þannig og þetta er ekki sjálfsprottið og það er ástæða fyrir því að tónlistarlífið er svona blómlegt og það er af því að tónlistarskólarnir hafa verið sterkir og það þarf að halda áfram að efla þá en ekki þrengja að þeim. Þarna þurfum við virkileg að sækja fram og ég vona að það gleymist ekki í hinni fyrirhuguðu stórsókn í menntamálum sem stjórnmálamennirnir eru að boða.“ Daníel segist binda vonir við nýjan menntaskóla í tónlist og þá möguleika sem í honum eru fólgnir. „En við eigum sem þjóð að vera stolt af þessum árangri í listum ekki síður en í íþróttum. Við eigum að gera þessu hátt undir höfði og átta okkur á því að þetta er eitt af okkar höfuðeinkennum úti í heimi. Okkar mesta stolt.“Samfélagsleg skylda Hafa listamenn þá ekki samfélagslegar skyldur ef það er verið að fjárfesta í listum? Eftir langa umhugsun svarar Daníel loks með bæði já og nei. „Skapandi listamaður á ekki að vera krafinn um skyldur við samfélagið að öðru leyti en því að hann á að skapa og vanda sig. Hluti af því getur verið að spyrja áleitinna og krefjandi spurninga um sitt samfélag og samtíma en það er ekki hægt að setja það fram sem kröfu til listamanns þó svo að hann hafi það val. Ég held að í þessu felist misskilningur á eðli listarinnar því samfélagslegt gagn hennar er ótvírætt óháð því hvers eðlis hún er. Listin mun alltaf skila einhverju til samfélagsins hvort sem það er hönd á festandi eða eitthvað óræðara. Sum verk tala beint inn í samtíma sinn meðan önnur tala inn í eilífðina, ef ég má gerast svo háfleygur. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að stjórna ofan úr ráðuneyti. Hins vegar geta listastofnanir haft ákveðnum skyldum að gegna. Það er augljóst að Þjóðleikhúsinu og Sinfóníunni ber ákveðin skylda til þess að eiga í samtali við þjóð sína og reyna að sinna að einhverju leyti ólíkum þörfum og hópum samfélagsins. En listamaðurinn sjálfur má aldrei vera undir þeirri kvöð.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var sex ára en svo hætti ég á píanóinu eftir um þrjú ár og var á kafi í fótbolta og handbolta og ég held eftir á að hyggja að ég hafi hætt mest af því að það var svo lítill félagsskapur í kringum námið. Maður var bara alltaf einn að æfa sig eða skottast í píanótíma og það var ekkert sem hélt utan um þetta félagslega ólíkt því sem var hjá blásara- eða strengjanemendum sem voru ýmist í lúðrasveitum eða strengjasveitum. Það er hættan fyrir unga píanóleikara hvað þetta getur verið einmanalegt,“ segir Daníel Bjarnason tónlistarmaður, nánar tiltekið tónskáld, stjórnandi og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Daníel flutti til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum eftir að hann kláraði Hagaskóla og fór þar í menntaskóla. Hann hélt áfram í íþróttunum og gekk vel. Hann var í marki í fótbolta og varð bikarmeistari með sínu liði í Danmörku og þar lögðu menn fast að honum að sækja um danskan ríkisborgararétt til þess að vera gjaldgengur með þeirra unglingalandsliðum. Hann var hins vegar byrjaður að spila með íslenska unglingalandsliðinu en þrátt fyrir það var það tónlistin sem varð fyrir valinu. „Ég náði ósköp litlu sambandi við þessa stráka sem ég var að æfa með fótbolta úti í Danmörku, þeir voru bara á annarri bylgjulengd. Á þessum aldri er maður er reyna að átta sig á hver maður er, hvað maður vill, og þarna fann ég að það var eitthvað sem var að taka yfir áhuga minn og að það tengdist tónlist og listum almennt, en ekki fótbolta. Þarna byrjaði ég að kafa ofan í þessa klassísku tónlist, eiginlega í fyrsta skipti fyrir alvöru og mér fannst þetta vera það áhugaverðasta sem ég hafði komist í og þá varð ekki aftur snúið.“Daníel og félagar hans í 5. flokki Fram árið 1991 en þessir strákar reyndust mjög sigursælir í yngri flokkum.Tónlistina frekar en landsliðið Daníel segir að þrátt fyrir gott gengi í íþróttunum hafi þó tónlistin alltaf togað í hann. „Finnur bróðir sem er sex árum eldri en ég byrjaði að læra söng og fór að draga mig á tónleika. Þá kviknaði aftur á einhverri peru þannig að þegar við fluttum til Danmerkur settist ég aftur við píanóið. Þá var áhuginn eiginlega orðinn meiri en hann hafði verið áður því þá gerði ég þetta alfarið á eigin forsendum og fór alveg á kaf í þetta. Valdi að fara á tónlistarbraut í menntaskóla þar, og þar sem ég hafði verið ári á undan heima og menntaskólinn í Danmörku var bara þrjú ár þá var ég orðinn stúdent átján ára. Þá gat ég komið heim og farið bara á fullt í píanónámið. Ég hafði aðeins klárað eitt stig á píanó þegar ég hætti en kom þarna heim og tók sjöunda stigið á píanó og hoppaði þar með yfir stig tvö til sex,“ segir Daníel og hlær við tilhugsunina um þennan sérstæða námsferil. „Tók svo burtfararpróf tveimur árum seinna og fór þá í tónfræðideildina og þá var ég byrjaður að semja og einnig kominn með áhuga á hljómsveitarstjórnun.“ Daníel útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík með ígildi BA í tónsmíðum og segir að það hafi í framhaldinu verið meðvituð ákvörðun um að fara ekki í framhaldsnám í tónsmíðum heldur frekar hljómsveitarstjórnun. „Ég var smeykur við tónsmíðanámið, það er kannski smá hrokafullt en ég treysti mér til að standa á eigin fótum og fannst að það gæti verið stórhættulegt fyrir mig að fara inn í of akademískt umhverfi með mína tónlist. Mér fannst vera mikilvægast fyrir mig að halda áfram að skrifa, fá tónlistina mína flutta og finna mína rödd sem tónskáld. Ég ákvað því að hljómsveitarstjórnunin skyldi vera mín leið til að þroskast bæði sem stjórnandi en líka sem tónskáld.“Við upphaf æfingatímans á óperunni Brødre. Daníel, Steffen Aarfing sviðshönnuður, Kerstin Perski höfundur libretto og Kasper Holten leikstjóri.Samkenndin forsenda lista Daníel segir að það hafi orðið mikil breyting á umhverfi tónskálda á síðustu árum og listrænt séð þá sé í raun allt leyfilegt. „Það er allt svo brotakennt núna. Það eru ekki eins skýrar línur og áður fyrr enda má allt í dag. Það er það sem er svolítið erfitt. En sem listamaður er maður í raun alltaf að opinbera sjálfan sig sem manneskju. Maður getur aðeins búið til sína list út frá því hver maður er og hvaða menntun og bakgrunn maður hefur. Maður setur hlutina fram á ákveðinn hátt og í ákveðnu samhengi og þeir sem taka á móti þurfa að lesa inn í það samhengi að einhverju leyti. Ef þú ert að vísa í aðra listamenn, önnur listaverk eða eitthvað slíkt þá getur enginn lesið í það nema hann hafi einhvern skilning á því um hvað er að ræða, skilning á samhenginu. Ef þú ert að tala inn í samfélag þá er áhugavert að hugsa um inn í hvaða samfélag þú ert að tala. Ertu að tala við þröngan eða breiðan hóp? Það er oft mjög flókið að átta sig á þessu og oft er listamaðurinn alls ekki meðvitaður um þetta. En það er samt að einhverju leyti þessi sammannlegi þáttur sem er grunnur allrar listsköpunar. List er í eðli sínu samskiptaform. Samkenndin, hið sammannlega, er í raun forsenda þess að list sé þess virði að framkvæma hana. Án hennar er listin bara eintal dagbókarinnar. Maður verður að vera trúr sinni eigin sýn. Ekki vanmeta sjálfan sig eða viðtakendur. Það sem þú upplifir sem áhugavert mun líka höfða til annarra. Kannski ekki allra, en það er ekki þitt að hafa áhyggjur af því. Góð list er alltaf marglaga og virkar á mismunandi dýptargráðum allt eftir því hver móttakandinn er og hversu djúpt er kafað.“Jakob Christian Zethner, Joel Annmo og Anne Margrethe Dahl í óperunni Brødre.Ópera allra stríða Árið sem er að líða er búið að vera viðburðaríkt. Daníel er starfandi sem staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands en á árinu voru frumflutt eftir hann bæði ópera í Danmörku og fiðlukonsert í Hollywood Bowl í Los Angeles. Daníel segir að óperan hafi verið pöntuð frá Dönsku þjóðaróperunni en óperustjórinn sem hafi pantað verkið hafi verið írsk kona sem Daníel efast hlæjandi um að hafi nokkuð vitað um tengsl hans við Danmörku, hvað þá fótboltaferilinn. Óperan er byggð á kvikmynd Susanne Bier, Brødre, en höfundur textans er hin sænska Kerstin Perski og leikstjóri Kasper Holten. „Ég var búinn að vera lengi að hugsa um að skrifa óperu. Var með nokkrar hugmyndir en eftir að ég horfði á myndina fannst mér þetta vera frábær efniviður. Við tók mikil vinna með Kerstin Perski að ákveða hvernig við ætluðum að segja þessa sögu á sviði sem endaði með því að vera dáldið mikið öðruvísi en í myndinni en sama kjarnasaga. Það sem er áhugavert við þessa sögu er að hún er svo erkitýpísk. Þetta er nánast eins og grísk goðsögn um hermann sem kemur heim eins og draugur inn í sitt eigið líf. Auk þess er þarna tekist á við ástir og afbrýði en líka eitthvað á borð við áfallastreituröskun hermanna. Stærsta ákvörðunin sem við tókum var að nota kór á sviðinu sem er eins og kór í grískum harmleik sem rammar inn söguna og sýnir hana í stærra samhengi. Þar með verður þetta saga allra stríða og allra hermanna.“Mistökin í Hörpu Þessi danska uppfærsla verður flutt á Listahátíðinni í Reykjavík í vor og Daníel segir að það sé bæði skemmtilegt og mikilvægt að fá að koma með þetta heim. „Þetta er minn heimavöllur og það er líka gaman fyrir óperulífið hér að fá hingað nýja íslenska óperu vegna þess að það er ekkert of mikið um frumflutning á íslenskum óperum á Íslandi.“Er það áhyggjuefni að íslenskar óperur séu helst frumfluttar úti í heimi? „Ég held að það sé kannski ekki beint áhyggjuefni og ég hef fullan skilning á því að óperunni er sniðinn þröngur stakkur í Hörpu og þarf að taka ýmsar ákvarðanir sem endurspegla það en á sama tíma verð ég að hrósa óperunni fyrir að taka þetta skref með mína óperu. Það er Íslenska óperan sem er drífandi aflið í því að setja þetta upp þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með það. Staðreyndin er sú að ég held að óperan eigi alltaf eftir að þurfa að berjast á meðan hún á heimili sitt í Eldborg. Meðan það er þá veit ég ekki alveg hvað hún getur gert til þess að fá meiri samfellu í starfið og geta boðið upp á enn fjölbreyttara verkefnaval. Best væri ef það væri annar salur og eins gæti verið fróðlegt að sjá fleiri tónleikauppfærslur á óperum eins og gert var með Peter Grimes á Listahátíð. En stærstu mistökin voru alltaf að vera ekki með sérstakan sal með hliðarsviði og gryfju fyrir óperutónlist, dans og jafnvel rokktónleika. En því verður ekki breytt héðan af. Þannig að staða óperunnar er dálítið erfið. Ein hugmyndin er að óperan fari aftur í Þjóðleikhúsið sem er nú ýmsum vandkvæðum bundið, og svo er önnur að óperan og sinfónían taki höndum saman enn meira en verið hefur. Jafnvel sameinist að einhverju leyti en þá þarf það að gerast á réttan hátt því það er alltaf sú hætta að með svona samruna glatist mikilvæg þekking og það má ekki gerast. Báðar þessar stofnanir verða að viðhalda sjálfstæði sínu þó að meiri samvinna sé bæði jákvæð og augljós.“Hið fræga kynningarskilti á Hollywood Bowl auglýsir fiðlukonsert Daníels í flutningi LA Phil.Pikknikk og fiðlukonsert Daníel vinnur talsvert utan landsteinanna og hefur verið í sérstaklega farsælu sambandi við Fílharmóníusveitina í Los Angeles. „Ég fór þarna fyrst í kringum 2011 þegar þau fluttu tónlistina mína í fyrsta sinn og þá strax báðu þau mig um að skrifa meira. Það samstarf hefur gengið þannig koll af kolli. Síðan kom þessi risastóra hátíð, Reykjavík Festival, sem var haldin í apríl og ég vann að með þeim í tæp tvö ár. Það merkilega er að þessi hátíð var ekki að íslensku frumkvæði heldur að frumkvæði LA Phil sem er alveg magnað. Það segir líka mikið um stöðu íslensks tónlistar- og menningarlífs í heiminum að þetta hafi orðið að veruleika. Þetta var risastór hátíð sem stóð í tvær vikur og vakti mikla athygli í fjölmiðlum vestan hafs sem og í borginni sjálfri. Þessi hljómsveit er talsvert ólík öðrum slíkum í Bandaríkjunum þar sem hún er mjög framsækin og hugsar mikið til eins og listasafn. Þau búa stöðugt til viðburði, frumflytja líklega mest allra hljómsveita af nýrri tónlist, eru að setja upp óperur og sviðsverk, setja tónleika í nýtt samhengi og vinna þvert á margar listgreinar. Ég held að allar hljómsveitir geti lært mikið af þessari hljómsveit og hvernig þau nálgast listina.“ En er ekki fiðlukonsertinn sem þau fluttu eftir þig í sumar einmitt dæmi um þetta? „Jú, það má segja það, en reyndar átti hann að vera á Reykjavíkurhátíðinni en frestaðist vegna óperunnar. En í staðinn var hann fluttur í Hollywood Bowl, sem hljómsveitin rekur á sumrin, og það var algjörlega mögnuð upplifun að fá að vera þar. Þetta er gríðarlega stórt svæði og utandyra og mjög sérstök stemning sem myndast þarna. Fólk mætir þarna snemma með pikknikk-körfurnar en svo þegar það er byrjað að spila þá dettur allt í dúnalogn. Það var engu líkt. Konsertinn fór svo á heilmikið flakk með það með öðrum hljómsveitum í Evrópu og ég fylgdi því eftir svona að hluta. Það var gaman að fá samanburðinn frá Hollywood Bowl við þessa hefðbundnu tónleikasali. Planið er svo að konsertinn verði fluttur hér hjá Sinfóníunni á næsta tónleikaári og ég hlakka mikið til þess.“Daníel segir að það skipti hann miklu máli að fá óperuna sína flutta hér heima á listahátíð í vor. Visir/StefánOkkar mesta stolt Þegar kemur að spurningunni um hvernig Íslendingar séu að höndla listir og menningu í samfélagslegu tilliti segir Daníel að við séum í raun að gera margt vel. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru grunnstoðirnar en ég hef ekki svo miklar áhyggjur af toppunum. Auðvitað er það eilíf barátta hjá listastofnunum fyrir fjármagni en ég hef mun meiri áhyggjur af listnámi í grunnskólunum og tónlistarskólunum. Það er eins og pólitíkusar fatti ekki alltaf samhengið þarna á milli – að þetta gerist bara og renni fram eins og kalda vatnið úr krananum. Að það verði alltaf æðislegir listamenn á Íslandi vegna þess að við erum svo frábær. En þetta er ekki þannig og þetta er ekki sjálfsprottið og það er ástæða fyrir því að tónlistarlífið er svona blómlegt og það er af því að tónlistarskólarnir hafa verið sterkir og það þarf að halda áfram að efla þá en ekki þrengja að þeim. Þarna þurfum við virkileg að sækja fram og ég vona að það gleymist ekki í hinni fyrirhuguðu stórsókn í menntamálum sem stjórnmálamennirnir eru að boða.“ Daníel segist binda vonir við nýjan menntaskóla í tónlist og þá möguleika sem í honum eru fólgnir. „En við eigum sem þjóð að vera stolt af þessum árangri í listum ekki síður en í íþróttum. Við eigum að gera þessu hátt undir höfði og átta okkur á því að þetta er eitt af okkar höfuðeinkennum úti í heimi. Okkar mesta stolt.“Samfélagsleg skylda Hafa listamenn þá ekki samfélagslegar skyldur ef það er verið að fjárfesta í listum? Eftir langa umhugsun svarar Daníel loks með bæði já og nei. „Skapandi listamaður á ekki að vera krafinn um skyldur við samfélagið að öðru leyti en því að hann á að skapa og vanda sig. Hluti af því getur verið að spyrja áleitinna og krefjandi spurninga um sitt samfélag og samtíma en það er ekki hægt að setja það fram sem kröfu til listamanns þó svo að hann hafi það val. Ég held að í þessu felist misskilningur á eðli listarinnar því samfélagslegt gagn hennar er ótvírætt óháð því hvers eðlis hún er. Listin mun alltaf skila einhverju til samfélagsins hvort sem það er hönd á festandi eða eitthvað óræðara. Sum verk tala beint inn í samtíma sinn meðan önnur tala inn í eilífðina, ef ég má gerast svo háfleygur. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að stjórna ofan úr ráðuneyti. Hins vegar geta listastofnanir haft ákveðnum skyldum að gegna. Það er augljóst að Þjóðleikhúsinu og Sinfóníunni ber ákveðin skylda til þess að eiga í samtali við þjóð sína og reyna að sinna að einhverju leyti ólíkum þörfum og hópum samfélagsins. En listamaðurinn sjálfur má aldrei vera undir þeirri kvöð.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. nóvember.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira