Of margir Íslendingar þekkja ekki þessar þjóðargersemar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2017 19:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, sýnir steinkistu Páls biskups. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Rúm sextíu ár eru frá því einhverjar merkustu fornleifar Íslendinga fundust í Skálholti. Rektor Skálholtsskóla segir að of margir Íslendingar hafi ekki hugmynd um þessar þjóðargersemar. Myndir af minjunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skálholt er ekki aðeins fyrsta biskupssetrið heldur var helsta valdamiðstöð Íslands og skólasetur um sjöhundruð ára skeið þar til Suðurlandsskjálfti lagði staðinn í rúst árið 1784. Við fornleifauppgröft árið 1954, í tengslum við endurreisn Skálholts, komu í ljós merkar minjar um hinn forna tíma, þar á meðal jarðgöng, sem eiga sér sögu aftur til Sturlungaaldar. „Þetta er sennilega eitt af elstu mannvirkjum sem við eigum úr okkar sögu og menningu hér á Íslandi. Það eru heimildir um þessi göng, að því er talið er, frá því snemma á 13. öld,“ segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor.Jarðgöngin í Skálholti fundust árið 1954. Þau eru talin að minnsta kosti 800 ára gömul.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í hvelfingu undir kirkjunni eru varðveittir ýmsir munir sem fundust við fornleifauppgröftinn, þar á meðal steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211. Hann var sonur Jóns Loftssonar í Odda, sem var barnabarn Sæmundar fróða, og fóstraði sjálfan Snorra Sturluson. Í kistunni voru bein biskups og biskupsbagall úr rostungstönn, sem talið er að Margrét hin haga hafi skorið út. Halldór kveðst hafa orð sérfræðings á Þjóðminjasafni um að fundur steinkistunnar í Skálholti árið 1954 sé merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar. „Og það eru allt of margir Íslendingar sem hafa bara ekki hugmynd um þetta núorðið. En þetta er bara einn af okkar þjóðargersemum, - einn af fáum gripum sem við eigum frá þjóðveldisöld, - og við vitum hver það var sem hvíldi í kistunni. Og við vitum hvaða listamaður gerði þann listmun sem þar fannst. Þannig að þetta tengir okkur beint við þessa gömlu tíð snemma á 13. öld,“ segir Halldór. Skálholt í Biskupstungum. Undir kirkjunni eru varðveittar einhverjar merkustu fornminjar Íslendinga.Mynd/Stöð 2.Fjallað verður um Skálholt í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Bláskógabyggð Fornminjar Um land allt Tengdar fréttir Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30 Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. 4. ágúst 2017 21:30
Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00