Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 16:02 Landhelgisgæslan aðstoðaði sérfræðinga og vísindamenn við athuganir á Öræfajökli í vikunni. Vísir/Andri Jóhannesson Lögreglan á Suðurlandi birti í dag meginatriði rýmingaráætlunar við Öræfajökul sem unnin er í samráði við heimamenn. Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. Í tilkynningu frá lögreglu segir einnig að ekki hafi verið reiknað með að vinna rýmingar- og viðbragðsáætlanir á svæðinu fyrr en seint á næsta ári. Vegna aukinnar virkni við Öræfajökul hefur þessari vinnu nú verið flýtt en lögregla birti meginatriði rýmingaráætlunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta, annars vegar áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og engin tími gefist til undirbúnings og hinsvegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu.“ Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi:Stig a:• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað• Ytri lokanir settar upp• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni í austri• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir• Flutningur á búfé undirbúinnStig b:• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það• Búfé flutt á brott• Lokað fyrir alla umferð inná svæðið aðra en viðbragðsaðila og vísindamannaStig c:• Allsherjarrýming svæðisinsStig d:• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni, að því er fram kemur í tilkynningu. Óvissustig almannavarna vegna Öræfajökuls verður áfram í gildi og litakóði vegna flugs í grennd við jökulinn verður áfram gulur á meðan óvissa er um framhald atburðarásar sem nú er í jöklinum. Þrír jarðskjalftar urðu við Hvannadalshnjúk í gærkvöldi og í nótt og segir jarðskjálftafræðingur allar hreyfingar varhugaverðar.Staðan á Öræfajökli var tekin í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en í spilaranum hér að ofan má m.a. hlusta á viðtöl fréttastofu við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðing á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi má lesa í heild sinni hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi birti í dag meginatriði rýmingaráætlunar við Öræfajökul sem unnin er í samráði við heimamenn. Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. Í tilkynningu frá lögreglu segir einnig að ekki hafi verið reiknað með að vinna rýmingar- og viðbragðsáætlanir á svæðinu fyrr en seint á næsta ári. Vegna aukinnar virkni við Öræfajökul hefur þessari vinnu nú verið flýtt en lögregla birti meginatriði rýmingaráætlunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta, annars vegar áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og engin tími gefist til undirbúnings og hinsvegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu.“ Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi:Stig a:• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað• Ytri lokanir settar upp• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni í austri• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir• Flutningur á búfé undirbúinnStig b:• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það• Búfé flutt á brott• Lokað fyrir alla umferð inná svæðið aðra en viðbragðsaðila og vísindamannaStig c:• Allsherjarrýming svæðisinsStig d:• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni, að því er fram kemur í tilkynningu. Óvissustig almannavarna vegna Öræfajökuls verður áfram í gildi og litakóði vegna flugs í grennd við jökulinn verður áfram gulur á meðan óvissa er um framhald atburðarásar sem nú er í jöklinum. Þrír jarðskjalftar urðu við Hvannadalshnjúk í gærkvöldi og í nótt og segir jarðskjálftafræðingur allar hreyfingar varhugaverðar.Staðan á Öræfajökli var tekin í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en í spilaranum hér að ofan má m.a. hlusta á viðtöl fréttastofu við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðing á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi má lesa í heild sinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30
Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00