Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2017 10:23 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa banað átta manns og sært ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær heitir Sayfullo Saipov. Hann er 29 ára Úsbeki sem bjó í New Jersey og starfaði sem Uber-bílstjóri. Upplýsingar um Saipov eru enn að berast en hann var skotinn í kviðinn af lögreglu eftir að hann hljóp um göturnar með loft- og „paintball-byssu“. Hann hefur gengist undir aðgerð og er hann á lífi, en er enn í lífshættu.Að neðan má sjá Saipov hlaupa um götur New York eftir að hafa ekið bílnum á hjólreiðamennina.Í samtali við AP lýsir vinur Saipov manninum sem rólegum og vinnusömum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti manninum „veikum og sturluðum“. Saipov á að hafa staðist bakgrunnsskoðun Uber þar sem hann starfaði í um sex mánuði. Á hann að hafa keyrt um 1.400 viðskiptavini síðan hann byrjaði.In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Kom til Bandaríkjanna 2010 Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Í frétt Guardian segir að lögregla hafi enn ekki tjáð sig um ástæður árásarinnar. New York Times greinir frá því að Saipov hafi verið á skrá hjá alríkislögreglunni. Dilfuza Iskhakova, íbúi í Cincinnati í Ohio, segir að Saipov hafi búið á heimili sínu í nokkra mánuði fyrir sex árum eftir að hann kom til landsins frá Úsbekistan. „Hann virtist vera fínn náungi, en hann sagði ekki mikið. Hann fór í vinnuna og kom til baka. Hann starfaði í vöruhúsi,“ segir Iskhakova. Hún segir að þau Saipov hafi bæði verið að sækja um varanlegt landvistar- og atvinnuleyfi á þeim tíma er þau bjuggu saman.Eiginkona og tvö börn Saipov hefur skráð tvö fyrirtæki á þeim tíma sem hann hefur búið í Bandaríkjunum. Annars vegar Sayf Motors Inc, sem skráð var á heimili Iskhakova í Ohio, og hins vegar Bright Auto LLC sem skráð var á heimilsfang í grennd við Cleveland. Iskhakova segist síðar hafa misst tengslin við Saipov og taldi hann hafa flutt til Flórída og síðar til New York, og að hann ætti nú eiginkonu og tvö börn. Samkvæmt opinberum skjölum gekk Saipov að eiga hina nítján ára Nozima Odilova árið 2013, en bæði eru þau fædd í úsbesku höfuðborginni Tashkent. Sjónarvottar hafa greint frá því að Saipov hafi hrópað „Allahu Akbar“ þegar hann framkvæmdi árásina og þá hafa fjölmiðlar vestra sagt að handskrifaður miði hafi fundist í bílnum þar sem Saipov sver hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Lögregla hefur ekki staðfest þetta.Graphic News
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20 Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30 Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. 1. nóvember 2017 06:20
Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. 31. október 2017 23:30
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56