Katrín: Staðan skýrist á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 19:02 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07