Eigið fé jókst um 50 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 11:00 Myndin tekin í Reykjavíkurhöfn þegar LÍÚ beindi flota sínum þangað til að mótmæla kvótalögum. Vísir/vilhelm Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu. Sjávarútvegur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eigið fé íslenskra útgerðarfyrirtækja hækkaði um tæpa fimmtíu milljarða milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma segja útgerðirnar að veiðigjöld séu of há. Eigið fé útgerðarinnar fór úr 251 í 299 milljarða á þessu tímabili samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Var því árið 2015 nokkuð hagfellt útgerðum hér á landi. Þó að rekstrartekjur fyrirtækjanna hafi dregist nokkuð mikið saman milli ára er útkoma fyrirtækjanna nokkuð góð. Afkomutölur sjávarútvegsins árið 2016 líta nokkuð vel út. Langtímaskuldir fyrirtækjanna lækka um 13 milljarða. Handbært fé þeirra hækkar um tólf milljarða og eigið fé um tæplega 50 eins og áður sagði. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd á síðasta kjörtímabili, segir stóru útgerðirnar ekki eiga í erfiðleikum með að greiða há veiðigjöld. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður á Lex lögmannsstofu.„Stóru fyrirtækin geta auðveldlega greitt veiðigjöld. Hins vegar hefur SFS ekki horft nógu vel á litlu og meðalstóru útgerðirnar. Þau fyrirtæki gætu átt erfiðara uppdráttar með hækkandi veiðigjöldum. Því þurfum við að huga að þeim en vissulega geta stóru útgerðirnar greitt veiðigjöld,“ segir Lilja Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir fyrirtækin standa ágætlega en óveðursský sé að finna á sjóndeildarhringnum. „Skuldir eru að lækka töluvert í sjávarútvegi og á sama tíma eru fyrirtæki í fjárfestingum. Það er því ekkert óeðlilegt við að eigið fé fyrirtækjanna sé að aukast,“ segir Heiðrún Lind. „Eigið fé segir svo ekkert um reksturinn almennt. Nýleg skýrsla Deloitte hefur bent á að hagnaður af eiginlegum rekstri dregst saman í sjávarútvegi og sýnir að blikur eru á lofti.“ Heiðrún Lind segir því veiðigjöld næsta fiskveiðiárs verða of há. „Veiðigjöld eru að tvöfaldast á milli ára og það er allt of hátt. Ef við leggjum aðeins saman tekjuskatt og veiðigjöld eru sjávarútvegsfyrirtækin að greiða um 38 prósent af hagnaði sínum í skatt,“ segir Heiðrún Lind og bendir á að sú skattlagning sé mun hærri en annarra fyrirtækja á landinu.
Sjávarútvegur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira