Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 91-78 | Fjórði sigur Stólanna í röð

Hákon Ingi Rafnsson í Síkinu á Sauðárkróki skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester.
Sigtryggur Arnar Björnsson og Antonio Hester. Vísir/Eyþór
Tindastóll vann sinn fjórða leik í röð þegar Haukar komu í heimsókn í 5. umferð Domino's deildar karla. Lokatölur 91-78, Tindastóli í vil.

Það sem að einkenndi frá fyrstu mínútu voru áhlaupin. Eftir aðeins 2 mínútur voru Haukar komnir 10 stigum yfir en stuttu eftir það voru Tindastólsmenn búnir að jafna. Tindastólsmenn komu í 6 stiga mun eftir 2 þrista í röð frá Hannesi í lok leikhlutans.

 Í öðrum leikhluta byrjuðu Haukar betur en Tindastólsmenn svöruðu fyrir sig með 10-0 áhlaupi. Haukar nýttu sér bakvarðasveit sína strax eftir áhlaup heimamanna og voru með glæsilega skotnýtingu á 11-0 kafla.

Þriðji leikhluti var lykill heimamanna að sigrinum en þeir unnu þann leikhluta 24-6. Gestirnir áttu fá svör við innkomu Helga Rafns, barátta hans og liðsandi var þess vegna stór partur af sigrinum.

Í fjórða leikhluta jöfnuðu Haukar aftur leikinn á aðeins 4 mínútum. Þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum var enn hnífjafnt en þá sneri Kári Jónsson dripplari og lykilmaður Hauka á sér ökklann. Liðið var ekki það sama eftir þetta en þeir héldu samt áfram að berjast.

Tindastóll komst 6 stigum yfir og fullkomin vítanýting Sigtryggs Arnars hélt þeim í þeirri stöðu. Leikurinn endaði með sigri heima manna 91-78.

Tindastóll-Haukar 91-78 (24-19, 10-23, 29-13, 28-23)

Tindastóll: Antonio Hester 28/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 26/5 fráköst, Christopher Caird 18/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Friðrik Þór Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Helgi Rafn Viggósson 0/6 fráköst, Viðar Ágústsson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Axel Kárason 0.

Haukar: Paul Anthony Jones III 22/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 16/7 fráköst, Haukur Óskarsson 11/6 fráköst, Kári Jónsson 10, Hjálmar Stefánsson 9, Emil Barja 8/6 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 2, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Hilmar Smári Henningsson 0, Steinar Aronsson 0, Breki Gylfason 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira