Það er einn í hverri fjölskyldu Karl Andersen skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Það er að minnsta kosti einn í hverri fjölskyldu. Margir eru á besta aldri. Urðu að hætta að vinna eða fara í léttari störf fyrr en þeir ætluðu sér. Þetta er stór hópur, um 25 þúsund manns. Um það bil jafn margir og búa á öllu norðausturlandi. Þeir eiga það sameiginlegt að lifa með afleiðingum af hjarta- eða æðasjúkdómi sem þeir fengu fyrir aldur fram. Sjúkdómi sem er ólæknandi og þeir lifa með afleiðingum hans það sem eftir er. Við þekkjum þennan sjúkdóm. Við höfum rannsakað hann í marga áratugi. Við vitum að hann kemur frekar fyrir hjá fólki sem reykir, er með háar blóðfitur í blóði, háþrýsting eða sykursýki. Hann hefur tilhneigingu til að koma meira fyrir í sumum fjölskyldum en öðrum. Við vitum líka að þeir þættir sem stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum eru að miklu leyti í okkar eigin höndum að stjórna. Með heilbrigðum lífsstíl, reglubundinni hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði má sennilega koma í veg fyrir stærstan hluta þessara sjúkdóma.Verulegur árangur Það hefur náðst verulegur árangur. Nýjum tilfellum kransæðastíflu hefur fækkað um 80% á síðustu þremur áratugum og dauðsföllum hefur fækkað ennþá meira. Þetta skýrist að mestu af því að reykingamönnum hefur fækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað og kólesteról í blóði hefur lækkað hjá þjóðinni. Horfur þeirra sem fá hjartaáfall eru sömuleiðis mun betri í dag en þær voru fyrir tveimur til þremur áratugum. Sífellt fleiri lifa fram á efri ár með afleiðingum áfallanna. Það veldur ekki aðeins aukinni byrði langvinnra sjúkdóma á samfélagið heldur er um að ræða varanlega færniskerðingu og skert lífsgæði þessara einstaklinga sem hafa orðið fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Hvað er til ráða? Hvernig getum við komið í veg fyrir að fólk á besta aldri veikist af hjarta- og æðasjúkdómum? Hjartavernd hefur útbúið áhættureikni sem metur líkurnar á því að ákveðinn einstaklingur fái kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum. Þessi áhættureiknir finnur þá sem eru í mikilli áhættu og þá má beita forvarnaaðgerðum til að draga úr þeirri áhættu. Hins vegar er stór hópur fólks sem mælist í meðal- eða lítilli áhættu með þessu áhættumati og fær því enga sérstaka forvarnameðferð. Þó svo að áhætta hvers og eins í þessum hópi sé ekki há, þá eru þeir svo yfirgnæfandi margir að umtalsverður fjöldi þeirra sem fá kransæðastíflu er úr þeirra hópi.Nýr áhættureiknir Til að bregðast við þessu og greina æðakölkunarsjúkdóminn á frumstigi hefur Hjartavernd útbúið nýjan áhættureikni sem er betrumbætt útgáfa af hinum fyrri. Nýi áhættureiknirinn er næmari leið til að greina forstig æðasjúkdóms með því að beita í völdum tilvikum ómskoðun af hálsæðum. Það er ódýr rannsókn sem ekki kostar neina geislun og er óþægindalítil. Greinist æðakölkun í hálsæðum eru verulegar líkur fyrir því að sjúkdómurinn finnist einnig í kransæðum. Með því að beita einfaldri lyfjameðferð með hjartamagnýl og blóðfitulækkandi lyfjum má hefta framrás sjúkdómsins og draga úr líkum á áföllum í framtíðinni. Hjartavernd er nú að hefja forvarnaátak í samvinnu við heilsugæslustöðvar um allt land. Fyrirhugað er að allir heilsugæslulæknar geti mælt og metið heilbrigða einstaklinga með þessum hætti þegar þeir leita til heilsugæslunnar. Í þeim tilvikum þegar æðakölkun greinist má beita fyrrnefndri lyfjameðferð sem bætir horfur einstaklingsins. Þessi nálgun hefur aldrei verið reynd áður í heiminum. Rannsóknir okkar í Hjartavernd benda þó til þess að það sé tímabært að stíga þetta skref til þess að sú þekking sem við höfum tekið þátt í að skapa um tilurð hjarta- og æðasjúkdóma verði hagnýtt í þágu þjóðarinnar.Landssöfnun Til að fjármagna þetta átak efnir Hjartavernd til landssöfnunar 17. nóvember nk. undir kjörorðinu „Heilbrigt hjarta á nýrri öld“. Verndari söfnunarinnar er forseti Íslands, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Söfnunin er unnin í samvinnu við 365 miðla og með stuðningi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja á landinu. Við sem að þessu forvarnaátaki stöndum berum þá von í brjósti að með þessari aðferðarfræði megi viðhalda heilbrigði landsmanna og draga úr ótímabærum dauðsföllum og langvinnum veikindum af völdum sjúkdóma sem má í flestum tilvikum koma í veg fyrir.Höfundur er prófessor og formaður stjórnar Hjartaverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er að minnsta kosti einn í hverri fjölskyldu. Margir eru á besta aldri. Urðu að hætta að vinna eða fara í léttari störf fyrr en þeir ætluðu sér. Þetta er stór hópur, um 25 þúsund manns. Um það bil jafn margir og búa á öllu norðausturlandi. Þeir eiga það sameiginlegt að lifa með afleiðingum af hjarta- eða æðasjúkdómi sem þeir fengu fyrir aldur fram. Sjúkdómi sem er ólæknandi og þeir lifa með afleiðingum hans það sem eftir er. Við þekkjum þennan sjúkdóm. Við höfum rannsakað hann í marga áratugi. Við vitum að hann kemur frekar fyrir hjá fólki sem reykir, er með háar blóðfitur í blóði, háþrýsting eða sykursýki. Hann hefur tilhneigingu til að koma meira fyrir í sumum fjölskyldum en öðrum. Við vitum líka að þeir þættir sem stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum eru að miklu leyti í okkar eigin höndum að stjórna. Með heilbrigðum lífsstíl, reglubundinni hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði má sennilega koma í veg fyrir stærstan hluta þessara sjúkdóma.Verulegur árangur Það hefur náðst verulegur árangur. Nýjum tilfellum kransæðastíflu hefur fækkað um 80% á síðustu þremur áratugum og dauðsföllum hefur fækkað ennþá meira. Þetta skýrist að mestu af því að reykingamönnum hefur fækkað, blóðþrýstingur hefur lækkað og kólesteról í blóði hefur lækkað hjá þjóðinni. Horfur þeirra sem fá hjartaáfall eru sömuleiðis mun betri í dag en þær voru fyrir tveimur til þremur áratugum. Sífellt fleiri lifa fram á efri ár með afleiðingum áfallanna. Það veldur ekki aðeins aukinni byrði langvinnra sjúkdóma á samfélagið heldur er um að ræða varanlega færniskerðingu og skert lífsgæði þessara einstaklinga sem hafa orðið fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Hvað er til ráða? Hvernig getum við komið í veg fyrir að fólk á besta aldri veikist af hjarta- og æðasjúkdómum? Hjartavernd hefur útbúið áhættureikni sem metur líkurnar á því að ákveðinn einstaklingur fái kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum. Þessi áhættureiknir finnur þá sem eru í mikilli áhættu og þá má beita forvarnaaðgerðum til að draga úr þeirri áhættu. Hins vegar er stór hópur fólks sem mælist í meðal- eða lítilli áhættu með þessu áhættumati og fær því enga sérstaka forvarnameðferð. Þó svo að áhætta hvers og eins í þessum hópi sé ekki há, þá eru þeir svo yfirgnæfandi margir að umtalsverður fjöldi þeirra sem fá kransæðastíflu er úr þeirra hópi.Nýr áhættureiknir Til að bregðast við þessu og greina æðakölkunarsjúkdóminn á frumstigi hefur Hjartavernd útbúið nýjan áhættureikni sem er betrumbætt útgáfa af hinum fyrri. Nýi áhættureiknirinn er næmari leið til að greina forstig æðasjúkdóms með því að beita í völdum tilvikum ómskoðun af hálsæðum. Það er ódýr rannsókn sem ekki kostar neina geislun og er óþægindalítil. Greinist æðakölkun í hálsæðum eru verulegar líkur fyrir því að sjúkdómurinn finnist einnig í kransæðum. Með því að beita einfaldri lyfjameðferð með hjartamagnýl og blóðfitulækkandi lyfjum má hefta framrás sjúkdómsins og draga úr líkum á áföllum í framtíðinni. Hjartavernd er nú að hefja forvarnaátak í samvinnu við heilsugæslustöðvar um allt land. Fyrirhugað er að allir heilsugæslulæknar geti mælt og metið heilbrigða einstaklinga með þessum hætti þegar þeir leita til heilsugæslunnar. Í þeim tilvikum þegar æðakölkun greinist má beita fyrrnefndri lyfjameðferð sem bætir horfur einstaklingsins. Þessi nálgun hefur aldrei verið reynd áður í heiminum. Rannsóknir okkar í Hjartavernd benda þó til þess að það sé tímabært að stíga þetta skref til þess að sú þekking sem við höfum tekið þátt í að skapa um tilurð hjarta- og æðasjúkdóma verði hagnýtt í þágu þjóðarinnar.Landssöfnun Til að fjármagna þetta átak efnir Hjartavernd til landssöfnunar 17. nóvember nk. undir kjörorðinu „Heilbrigt hjarta á nýrri öld“. Verndari söfnunarinnar er forseti Íslands, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Söfnunin er unnin í samvinnu við 365 miðla og með stuðningi fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja á landinu. Við sem að þessu forvarnaátaki stöndum berum þá von í brjósti að með þessari aðferðarfræði megi viðhalda heilbrigði landsmanna og draga úr ótímabærum dauðsföllum og langvinnum veikindum af völdum sjúkdóma sem má í flestum tilvikum koma í veg fyrir.Höfundur er prófessor og formaður stjórnar Hjartaverndar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar