Einn besti hafnaboltaleikmaður síðari ára lést í flugslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 09:00 Roy Halladay var ekkert minna en stórkostlegur leikmaður. vísir/getty Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira