Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Sveinn Arnarsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Fiskeldi er svo sannarlega stækkandi atvinnugrein og skapar hundruð starfa á Vest- og Austfjörðum. Vísir/pjetur Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Úrgangslosun í sjó af völdum sjókvíaeldis á Íslandi samsvarar því ef skólp Reykvíkinga færi óhreinsað í sjóinn. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það ekki mikið miðað við það magn sem Færeyingar og Norðmenn framleiða. Fram kemur í tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif laxeldis að: „úrgangsefni við framleiðslu á einu tonni af laxi samsvarar klóakrennsli frá átta manns.“ Samkvæmt Kristjáni Davíðssyni, framkvæmdastjóra landssambandsins, segir hann að allt að 14.000 tonn verði framleidd af fiski í ár og að þessi iðnaður sé í stöðugri framþróun og sókn. Því er mjög líklegt að magn framleidds fiskjar úr sjókvíum aukist mjög á næstu árum.Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra14.000 tonn af framleiddum laxi og urriða í sjó þýðir því að skólp 112.000 manna rynni óhreinsað í sjóinn. Til samanburðar bjuggu í höfuðborginni í byrjun árs rétt um 123 þúsund manns. Þorsteinn Másson er svæðisstjóri Arnarlax á Bíldudal. Hann segir fyrirtækið leggja gríðarlega áherslu á að framleiðsla þess sé í sátt og samlyndi við náttúruna og valdi engum spjöllum. Mikil verðmæti verði til í sjókvíum fyrirtækisins. „Ef við lítum til þess hversu mikið af mat við framleiðum og hversu góð nýtingin er þá er þetta ekki mikið. Okkur er mikið í mun að lágmarka umhverfisáhrif okkar eins mikið og hægt er með aðstoð Hafrannsóknastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar,“ segir Þorsteinn.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri LFBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra telur að óhreinsaður úrgangur frá sjókvíaeldi sé nokkuð mikill séu tölurnar réttar um að þær samsvari óhreinsuðu klóakrennsli Reykjavíkur. „Það er mjög mikið að mínu mati og er ástæða þess að ég og minn flokkur vildum fara leið Norðmanna og skoða lokað sjókvíaeldi sem lágmarkar úrgang frá fiski og lágmarkar hættu á erfðablöndun,“ segir Björt. „Hér hefur umræða um erfðablöndun verið mikil en lítið talað um umhverfisáhrif eins og losun úrgangs í hafið af þessum iðnaði. Því ættum við að fara okkur hægt og taka upp bætta tækni með lokuðum kerfum.“ Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri LF, segir þetta ekki mikið. „Þú getur borið það saman við Færeyjar sem framleiða fjórum sinnum meira og Noreg sem framleiðir 1,3 milljónir tonna árlega. Svo er úrgangur úr fiski eins og úrgangur frá húsdýrum á landi. Þetta er áburður og lífrænt efni. Við þurfum bara að sjá til þess að hann dreifi sér vel með straumum,“ segir Kristján.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira