Katrín: Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Stjörnukonan Lorina White á æfingu með Stjörnunni í gærkvöldi en það er ekki á hverju ári sem það er Evrópuleikur í nóvember á Islandi. Vísir/Vilhelm Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira