Vill að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:15 "Ég lærði í Gautaborg en fór í skiptinám til Vilnius í Litháen, svo var ég heima í fjögur ár, vann í skóla og vaskaði upp á Argentínu með myndlistinni,“ segir Úlfur sem flutti til Strassborgar í vor en er í heimsókn á landinu. Vísir/Eyþór Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ég málaði þessar myndir hér heima síðasta vetur áður en ég flutti til Strassborgar í Frakklandi. Þar deili ég nú vinnustofu með öðrum og reyni að lifa af listinni,“ segir Úlfur Karlsson myndlistarmaður sem opnar sýninguna Úlfur við girðinguna á laugardaginn klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar. Það er 22. sýning hans og heitið vísar til staðsetningarinnar, nærri gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning, Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokktónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði.Ein myndanna sem Úlfur sýnir í Reykjanesbæ.Myndir Úlfs eru margslungnar og hafa sitthvað að segja, þær stærstu eru 3,20 m á breidd. „Ég er meðal annars að deila á það þegar menn etja öðrum saman eða út í einhverjar hættur en græða sjálfir á tiltækinu. Ég get nefnt umboðsmenn boxara og líka hershöfðingja sem láta aðra slást en standa sjálfir til hliðar. Svo geri ég hljóðverk og mála yfirleitt einn vegg svartan á bak við svo fólk upplifi að það sé í bíói. Ég vil að fólk hugsi um boðskap verkanna þegar það fer heim, stígur upp í bílinn eða röltir í burtu.“ Úlfur kveðst hafa teiknað frá því hann man eftir sér. „Ég var líka mikið í kvikmyndagerð þegar ég var yngri. Gerði stuttmynd sem hét Pirovat þegar ég var krakki, hún fór á stuttmyndahátíð í Bandaríkjunum 2003, ég held að það hafi birst viðtal við mig í Fréttablaðinu þá. Á Akureyri byrjaði ég í myndlist en langaði að prófa eitthvað nýtt og dreif mig í skóla til Gautaborgar. Það var gaman. Þar gat ég búið í vinnustofunni og þá gat ég unnið nótt sem dag. Tók gömul málverk sem aðrir höfðu hent í ruslagáma og spreyjaði þau eins og ég vildi. Nú er ég kominn í meiri fínvinnu. Er reyndar enn með hráan stíl en það eru komin meiri smáatriði.“ Sýningin hans Úlfs stendur til 14. janúar og safnið er opið alla daga frá klukkan 13 til 17. Sýningarstjórinn, Aðalsteinn Ingólfsson, og Úlfur sjálfur verða með leiðsögn á sunnudaginn 12. nóvember klukkan 16.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira