Aftan við framhlið er alltaf bakhlið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2017 09:15 "Ég er að vinna bæði með hina ytri mynd og hitt sem ekki má sjást en fólk burðast með þvers og kruss um veröldina, langt frá heimahögum,“ segir Ragnar. Visir/Anton Brink Ungt par kemur til miðdegisverðar til sendiherrahjóna einn þriðjudag í október, það eru myndlistarkona sem tekur þátt í samsýningu í borginni og sambýlismaður hennar. Verkið fjallar um atburði sem verða þann seinnipart dags. Þar spyrði ég saman ný gildi og gömul, kynslóðabilið og kynjahlutverkin.“ Þannig lýsir Ragnar Bragason í stuttu máli efni leikritsins Risaeðlurnar sem hann er höfundur og leikstjóri að og verður frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum með áhorfendur í salnum í fyrsta skipti á þriðjudagskvöld og fengum góð viðbrögð. Það er nauðsynlegt að gera það tímanlega fyrir frumsýningu þannig að hægt sé að hindra að texti eða einhverjar upplýsingar týnist vegna hláturs gesta,“ segir Ragnar og upplýsir að Risaeðlurnar séu grátbroslegt verk. „Það er dálítið í anda þess sem ég hef gert áður. Ég virðist fastur í því að blanda hinum kómísku og harmrænu elementum saman þannig að viðbrögðin verði hlátur og grátur í bland. Maður leggur oft upp með að ætla að gera einhverja hluti sem ósjálfrátt detta svo í eitthvert form sem hentar manni. Maður brýst ekki gegn eigin eðli.“Huggulegt boð hjá sendiherrahjónunum. Mynd/ÞjóðleikhúsiðÞað síðasta í þríleik Risaeðlurnar eru þriðja leikrit Ragnars sem fer á svið. Þau fyrri voru sýnd í Borgarleikhúsinu, Gullregn 2012 og Óskasteinar 2014. „Þessi þrjú verk, voru strax hugsuð hjá mér sem þríleikur og eru öll í svipuðum tón þó ég stígi eitt skref til vinstri í þessu. Svo er einn leikari sem er í öllum þremur verkunum, hann Hallgrímur Ólafsson, sem leikur þrjár útgáfur af sama manninum, sá elur þann draum í brjósti að lifa eðlilegu fjölskyldulífi.“ Ragnar hafði haslað sér völl sem kvikmyndaleikstjóri þegar Magnús Geir Þórðarson, þá Borgarleikhússtjóri, stakk upp á að hann ynni fyrir leikhúsið. „Ég þráaðist við í tvö ár áður en það varð að veruleika en þegar ég fór af stað var ég með þrjár hugmyndir, sem höfðu safnast upp í bankanum vegna þess að þær höfðu, við fyrstu sýn, ekki passað inn í kvikmyndamiðilinn. Bæði Óskasteinar og Risaeðlurnar gerast á einum stað á skömmum tíma. Ég sá strax að þær hugmyndir mundu henta í leikhús. Gullregn gerist á lengri tíma og ég er búinn að skrifa af því kvikmyndaútgáfu, því þar er hægt að fara víðar um völl. En ég var kominn lengst með það þegar vinnan í Borgarleikhúsinu hófst og því fór það fyrst á svið.“Úr íslenskum afkimum Öll leikverkin hans Ragnars eru úr íslenskum afkimum. Þar er gægst inn í heima sem almenningur þekkir ekki – nú í utanríkisþjónustunni. „Áhugi minn á fólkinu í utanríkisþjónustunni kviknaði þegar ég var reglulegur gestur í sendiráðum eða sendiráðsbústöðum í tengslum við kvikmyndir mínar og þátttöku í Vesturportssýningum. Ég er alltaf galopinn fyrir áhrifum, tem mér forvitni um manneskjuna og er alltaf að velta fyrir mér af hverju aðstæður eru eins og þær eru. Svo fór ég í talsverða rannsóknarvinnu og tók nokkur viðtöl við fólk sem hafði reynslu úr þessum heimi,“ segir Ragnar og heldur áfram: „Þarna er fólk í opinberri stöðu, útverðir þjóðarinnar á erlendri grundu sem er stöðugt að kynna ákveðna hluti. Hugmyndin um Ísland verður að 17. júní þjóðernisrómantík alla daga. Íslensk utanríkisþjónusta er á engan hátt frábrugðin utanríkisþjónustu annarra landa, þar er birt glansmynd og þar gildir ákveðinn prótókollur. En aftan við framhlið er alltaf bakhlið. Ég er að vinna bæði með hina ytri mynd og hitt sem ekki má sjást en fólk burðast með þvers og kruss um veröldina, langt frá heimahögum. Í Risaeðlunum kemur í ljós að í gestahúsi á baklóð sendiráðsbústaðarins, sem er í fínasta hverfi borgarinnar, er fjölskylduskömmin í felum, sonur sendiherrahjónanna, sem á eftir að dúkka upp, óboðinn, í partíið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Ætli við segjum nokkuð meira? „Nei, fólk verður að sjá afleiðingarnar og fá að brosa gegnum tárin.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Ungt par kemur til miðdegisverðar til sendiherrahjóna einn þriðjudag í október, það eru myndlistarkona sem tekur þátt í samsýningu í borginni og sambýlismaður hennar. Verkið fjallar um atburði sem verða þann seinnipart dags. Þar spyrði ég saman ný gildi og gömul, kynslóðabilið og kynjahlutverkin.“ Þannig lýsir Ragnar Bragason í stuttu máli efni leikritsins Risaeðlurnar sem hann er höfundur og leikstjóri að og verður frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum með áhorfendur í salnum í fyrsta skipti á þriðjudagskvöld og fengum góð viðbrögð. Það er nauðsynlegt að gera það tímanlega fyrir frumsýningu þannig að hægt sé að hindra að texti eða einhverjar upplýsingar týnist vegna hláturs gesta,“ segir Ragnar og upplýsir að Risaeðlurnar séu grátbroslegt verk. „Það er dálítið í anda þess sem ég hef gert áður. Ég virðist fastur í því að blanda hinum kómísku og harmrænu elementum saman þannig að viðbrögðin verði hlátur og grátur í bland. Maður leggur oft upp með að ætla að gera einhverja hluti sem ósjálfrátt detta svo í eitthvert form sem hentar manni. Maður brýst ekki gegn eigin eðli.“Huggulegt boð hjá sendiherrahjónunum. Mynd/ÞjóðleikhúsiðÞað síðasta í þríleik Risaeðlurnar eru þriðja leikrit Ragnars sem fer á svið. Þau fyrri voru sýnd í Borgarleikhúsinu, Gullregn 2012 og Óskasteinar 2014. „Þessi þrjú verk, voru strax hugsuð hjá mér sem þríleikur og eru öll í svipuðum tón þó ég stígi eitt skref til vinstri í þessu. Svo er einn leikari sem er í öllum þremur verkunum, hann Hallgrímur Ólafsson, sem leikur þrjár útgáfur af sama manninum, sá elur þann draum í brjósti að lifa eðlilegu fjölskyldulífi.“ Ragnar hafði haslað sér völl sem kvikmyndaleikstjóri þegar Magnús Geir Þórðarson, þá Borgarleikhússtjóri, stakk upp á að hann ynni fyrir leikhúsið. „Ég þráaðist við í tvö ár áður en það varð að veruleika en þegar ég fór af stað var ég með þrjár hugmyndir, sem höfðu safnast upp í bankanum vegna þess að þær höfðu, við fyrstu sýn, ekki passað inn í kvikmyndamiðilinn. Bæði Óskasteinar og Risaeðlurnar gerast á einum stað á skömmum tíma. Ég sá strax að þær hugmyndir mundu henta í leikhús. Gullregn gerist á lengri tíma og ég er búinn að skrifa af því kvikmyndaútgáfu, því þar er hægt að fara víðar um völl. En ég var kominn lengst með það þegar vinnan í Borgarleikhúsinu hófst og því fór það fyrst á svið.“Úr íslenskum afkimum Öll leikverkin hans Ragnars eru úr íslenskum afkimum. Þar er gægst inn í heima sem almenningur þekkir ekki – nú í utanríkisþjónustunni. „Áhugi minn á fólkinu í utanríkisþjónustunni kviknaði þegar ég var reglulegur gestur í sendiráðum eða sendiráðsbústöðum í tengslum við kvikmyndir mínar og þátttöku í Vesturportssýningum. Ég er alltaf galopinn fyrir áhrifum, tem mér forvitni um manneskjuna og er alltaf að velta fyrir mér af hverju aðstæður eru eins og þær eru. Svo fór ég í talsverða rannsóknarvinnu og tók nokkur viðtöl við fólk sem hafði reynslu úr þessum heimi,“ segir Ragnar og heldur áfram: „Þarna er fólk í opinberri stöðu, útverðir þjóðarinnar á erlendri grundu sem er stöðugt að kynna ákveðna hluti. Hugmyndin um Ísland verður að 17. júní þjóðernisrómantík alla daga. Íslensk utanríkisþjónusta er á engan hátt frábrugðin utanríkisþjónustu annarra landa, þar er birt glansmynd og þar gildir ákveðinn prótókollur. En aftan við framhlið er alltaf bakhlið. Ég er að vinna bæði með hina ytri mynd og hitt sem ekki má sjást en fólk burðast með þvers og kruss um veröldina, langt frá heimahögum. Í Risaeðlunum kemur í ljós að í gestahúsi á baklóð sendiráðsbústaðarins, sem er í fínasta hverfi borgarinnar, er fjölskylduskömmin í felum, sonur sendiherrahjónanna, sem á eftir að dúkka upp, óboðinn, í partíið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Ætli við segjum nokkuð meira? „Nei, fólk verður að sjá afleiðingarnar og fá að brosa gegnum tárin.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira