Enski boltinn

Versti pabbi ársins kominn í bann hjá Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær.
Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær. Vísir/Getty
Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast.

Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra.

Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon.  Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni.

Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan.







Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool.  BBC segir frá.

UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna.

Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×