Frábært ár eiganda Golden State Warriors gæti orðið enn betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 23:00 Peter Guber fagnar NBA-titli með meðeigandanum og stjörnuleikmanninujm Steph Curry. Vísir/Getty Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira