Lewis Hamilton vann í Texas | Mercedes heimsmeistara bílasmiða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2017 20:40 Lewis Hamilton er að ganga frá titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Vettel komst á fram úr Hamilton í nokkra hringi en Hamilton svaraði fyrir sig á fimmta hring. Stigamunurinn í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú orðinn 66 stig þegar 75 stig eru eftir í pottinum. Mercedes liðið varð heimsmeistari bílasmiða með frammistöðu sinni í keppninni. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni en þegar halarófan var komin í gegnum fyrstu beygju hafði Vettel náð að mynda gott bil aftur í Hamilton. Ricciardo stakk sér inn fyrir Bottas á leiðinni inn í fyrstu beygju á öðrum hring en þeir glímdu í gegnum næstu beygjur og næstu hringi. Á fimmta hring fór Hamilton að sækja á Vettel. Hamilton komst svo fram úr á sjötta hring með opinn afturvæng. Hamilton bjó sér í framhaldinu til gott bil aftur í Vettel. Max Verstappen á Red Bull vann sig upp um tíu sæti á 11 hringjum og var orðinn sjötti eftir að hafa ræst 16. á 11. hring.Max Verstappen hélt að hann hefði náð þriðja sætinu í fimm mínútur en svo var ekki.Vísir/GettyRicciardo féll úr leik á 16. hring á Red Bull bílnum. Hann sagði einfaldlega „vélin er farin, vélin er farin.“ Hann var fljótasti maðurinn á brautinni þangað til vélin gaf sig. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 17. hring og tók undir mjúk dekk. Það er harðasta útgáfan sem var í boði um helgina. Vettel ætlaði sér greinilega að keyra til loka. Vettel varð í kjölfar stoppsins hraðasti maðurinn á brautinni. Bottas kom inn á 19. hring og fékk líkt og Vettel, mjúk dekk undir með það fyrir augum að aka til loka. Hamilton kom inn á 20. hring og kom út á mjúkum dekkjum og rétt á undan Vettel. Hamilton kvartaði svo í talstöðinni yfir að þetta hefði verið of tæpt. Raikkonen sótti á Bottas á hringjunum eftir miðja keppni og gerði sig líklegan þegar 20 hringir voru eftir. Verstappen tók þjónustuhlé á 38. hring og Vettel fylgdi á eftir á næsta hring. Báðir tóku ofur-mjúku dekkin undir. Verstappen var rétt fyrir aftan Vettel þegar báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Raikkonen tók fram úr Bottas á 42. hring og var þar með á orðinn annar á brautinni. Bottas og Raikkonen misstu af tækifærinu til að taka annað þjónustuhlé. Vettel tók fram úr Bottas á 51. hring og var orðinn þriðji á eftir liðsfélaga sínum, Raikkonen. Liðsfélagarnir höfðu svo sætaskipti á ráskaflanum á næsta hring. Vettel var þá orðinn annar á eftir Hamilton. Verstappen gerði tilraun til að taka fram úr Raikkonen og stela þar með síðasta verðlaunasætinu á lokahring keppninnar. Verstappen hafði það í næst síðustu beygjunni og náði þriðja sætinu, eftir að hafa ræst 16. Verstappen var þó refsað fyrir framúraksturinn og fékk fimm sekúndna refsingu fyrir vikið og Raikkonen náði að færa sig upp í þriðja sætið. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og hélt titlvoninni á lífi. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Vettel komst á fram úr Hamilton í nokkra hringi en Hamilton svaraði fyrir sig á fimmta hring. Stigamunurinn í heimsmeistarakeppni ökumanna er nú orðinn 66 stig þegar 75 stig eru eftir í pottinum. Mercedes liðið varð heimsmeistari bílasmiða með frammistöðu sinni í keppninni. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni en þegar halarófan var komin í gegnum fyrstu beygju hafði Vettel náð að mynda gott bil aftur í Hamilton. Ricciardo stakk sér inn fyrir Bottas á leiðinni inn í fyrstu beygju á öðrum hring en þeir glímdu í gegnum næstu beygjur og næstu hringi. Á fimmta hring fór Hamilton að sækja á Vettel. Hamilton komst svo fram úr á sjötta hring með opinn afturvæng. Hamilton bjó sér í framhaldinu til gott bil aftur í Vettel. Max Verstappen á Red Bull vann sig upp um tíu sæti á 11 hringjum og var orðinn sjötti eftir að hafa ræst 16. á 11. hring.Max Verstappen hélt að hann hefði náð þriðja sætinu í fimm mínútur en svo var ekki.Vísir/GettyRicciardo féll úr leik á 16. hring á Red Bull bílnum. Hann sagði einfaldlega „vélin er farin, vélin er farin.“ Hann var fljótasti maðurinn á brautinni þangað til vélin gaf sig. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 17. hring og tók undir mjúk dekk. Það er harðasta útgáfan sem var í boði um helgina. Vettel ætlaði sér greinilega að keyra til loka. Vettel varð í kjölfar stoppsins hraðasti maðurinn á brautinni. Bottas kom inn á 19. hring og fékk líkt og Vettel, mjúk dekk undir með það fyrir augum að aka til loka. Hamilton kom inn á 20. hring og kom út á mjúkum dekkjum og rétt á undan Vettel. Hamilton kvartaði svo í talstöðinni yfir að þetta hefði verið of tæpt. Raikkonen sótti á Bottas á hringjunum eftir miðja keppni og gerði sig líklegan þegar 20 hringir voru eftir. Verstappen tók þjónustuhlé á 38. hring og Vettel fylgdi á eftir á næsta hring. Báðir tóku ofur-mjúku dekkin undir. Verstappen var rétt fyrir aftan Vettel þegar báðir höfðu tekið þjónustuhlé. Raikkonen tók fram úr Bottas á 42. hring og var þar með á orðinn annar á brautinni. Bottas og Raikkonen misstu af tækifærinu til að taka annað þjónustuhlé. Vettel tók fram úr Bottas á 51. hring og var orðinn þriðji á eftir liðsfélaga sínum, Raikkonen. Liðsfélagarnir höfðu svo sætaskipti á ráskaflanum á næsta hring. Vettel var þá orðinn annar á eftir Hamilton. Verstappen gerði tilraun til að taka fram úr Raikkonen og stela þar með síðasta verðlaunasætinu á lokahring keppninnar. Verstappen hafði það í næst síðustu beygjunni og náði þriðja sætinu, eftir að hafa ræst 16. Verstappen var þó refsað fyrir framúraksturinn og fékk fimm sekúndna refsingu fyrir vikið og Raikkonen náði að færa sig upp í þriðja sætið.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05 Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 21. október 2017 22:05
Lewis Hamilton fjótastur á föstudegi í Texas Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum föstudagsins í Austin, Texas fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. 21. október 2017 13:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti