Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2017 22:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum. Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum.
Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32