Viljum vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2017 06:00 Elín Metta Jensen hefur skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í tveimur leikjum í undankeppni HM 2019. vísir/eyþór Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Elín Metta Jensen hefur verið funheit í fyrstu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM 2019. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 8-0 sigrinum á Færeyjum í september og á föstudaginn skoraði hún eitt mark og lagði upp tvö í 2-3 sigrinum frækna á Þýskalandi í Wiesbaden. Þrjú mörk og þrjár stoðsendingar eru ekki amaleg afköst í tveimur leikjum. Og það sem meira er, þá er íslenska liðið með sex stig á toppi riðils 5 og getur komið sér í frábæra stöðu með sigri á Tékklandi í Znojmo á morgun. „Við vorum mjög ánægðar með þessi úrslit og það voru miklar tilfinningar í gangi,“ sagði Elín Metta um sigurinn frábæra á Þjóðverjum. „En mér finnst hafa gengið vel að halda spennustiginu réttu og það er góð stemning í hópnum og frekar róleg.“ Elín Metta segir að íslenska liðið sé mjög meðvitað um mikilvægi leiksins á morgun. „Auðvitað viljum við vera á sömu blaðsíðu og í síðasta leik og byggja ofan á það spil og þann karakter sem við sýndum. Það kemur ekkert annað til greina en að halda sömu stemningu í liðinu,“ sagði Elín Metta. Síðustu ár hefur Elín Metta aðallega spilað úti á kanti með íslenska landsliðinu. En í leikjunum tveimur í undankeppni HM hefur hún spilað sem framherji með góðum árangri. Elín Metta segist kunna vel við sig í framlínunni. „Mér finnst þetta vera allt öðruvísi staða. Ég er vön því að spila báðar stöður og mér finnst þær báðar skemmtilegar. Mér fannst ganga ótrúlega vel í síðasta leik, frammi með Fanndísi [Friðriksdóttur] og með Dagnýju [Brynjarsdóttur] þar fyrir aftan. Þetta er með skemmtilegri landsleikjum sem ég hef spilað,“ sagði Elín Metta sem hefur skorað átta mörk í 31 landsleik. Tékkneska liðið er með sex stig í riðlinum, líkt og það íslenska, en hefur leikið einum leik meira. Elín Metta segir að Tékkar séu sýnd veiði en ekki gefin. „Þetta er alvöru lið og það er ekkert tilefni til að vanmeta það. Við vitum að þær eru góðar og ætlum að mæta brjálaðar til leiks,“ sagði Elín Metta að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira