Sport

Mótmælin eru að skaða NFL-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones ásamt Ezekiel Elliott, hlaupara Kúrekanna.
Jones ásamt Ezekiel Elliott, hlaupara Kúrekanna. vísir/getty
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, vill fara að fá botn í mótmæli leikmanna NFL-deildarinnar er þjóðsöngurinn er leikinn því þessi mótmæli séu að skaða deildina.

„Það er engin spurning lengur að þessi mótmæli eru að hafa neikvæð áhrif á deildina,“ sagði Jones sem hefur mikið til síns máls enda hefur áhorfið á leiki deildarinnar minnkað mikið. Það má rekja beint til mótmælanna sem hafa klofið bandarísku þjóðina í herðar niður.

Fyrir tveim vikum síðan þá skipaði Jones leikmönnum sínum að standa meðan þjóðsöngurinn er leikinn. Þeir sem myndu ekki hlýða því fengju ekki að spila.

Leikmenn hafa hlýtt því og standa nú allir sem einn. Ekki er langt síðan þeir tóku höndum saman í mótmælum og þá var Jones með þeim. Það hefur síðan breyst.

„Ég er mjög stoltur af því hvernig leikmenn hafa brugðist við þessum skipunum mínum,“ sagði Jones en hann hefur eðlilega miklar áhyggjur af þeim tekjumissi sem Kúrekarnir og deildin hafa orðið fyrir.

Viðræður á milli eigenda og leikmannasamtakanna um þetta málefni hafa staðið yfir síðustu misseri.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×