Viljum við betra Ísland Sigrún Grétarsdóttir skrifar 23. október 2017 10:45 Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar