Listnám í Laugarnesið Ágúst Már Garðarsson skrifar 23. október 2017 13:00 Ég elska listir og trúi því einlæglega að án þeirra myndi líf okkar vera fátæklegra og sumir myndu jafnvel bara deyja. Nú er ég búinn að hitta Listnema úr LHÍ og kennara nokkrum sinnum á síðustu vikum, skoða húsakynni þeirra sem eru algerlega fyrir neðan allar hellur og hlusta á óskir þeirra. Nú húka þesssir framtíðarlistamenn þjóðarinnar í 5 mismunandi húsnæðum um allan bæ með tilheyrandi flóknum rekstrarkostnaði, og ekki bara það heldur hentar flest húsnæðið mjög illa til námsins og stór hluti er auk þess undirlagður af myglu og á niðurrifsplani. Þetta getum við ekki horft upp á lengur sem menningarþjóð, því ef það er eitthvað eitt sem kynnir Ísland umfram náttúruna okkar þá er það framlag Íslands til menninga og lista sem er nú þegar allgott, ímyndið ykkur ef þessir nemar fá góðan aðbúnað til að iðka sitt nám og rannsóknir? Ég var sjálfur við nám í matreiðslu þegar Hótel og Matvælaskólinn í MK var opnaður og sú bylting í námsaðstöðu okkar hefur fleygt okkur svo gríðarlega fram í mínu fagi, það gilda nákvæmlega sömu faglegu reglur um listnám. Mér þykir einsýnt að nú eigi ríkið og Reykjavíkurborg að leggjast á eitt að koma listnámsgreinunum 5 saman undir eitt þak í Laugarnesinu. Því miður er enginn peningur eyrnamerktur til verkefnisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en því verður að breyta, því að það er hrein skömm að því. Frumhönnun, þarfagreining og teikningar þurfa að fara að eiga sér stað svo að verkefnið komist af stað og listnemar og kennarar fari að eygja að komast á endastöð. Þessu skal ég berjast fyrir af heilum hug ef ég kemst einhvers staðar að málum í framtíðinni. Sameinumst um stórbrotinn Listaháskóla í Laugarnesinu sem sinnir öllum sviðum og hjálpar til að allir geti unnið saman þvert á sviðin því að það er leiðin til framfara í listinni á tímum þar sem mörk listanna eru alltaf að verða óskýrari og skemmtilegri.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég elska listir og trúi því einlæglega að án þeirra myndi líf okkar vera fátæklegra og sumir myndu jafnvel bara deyja. Nú er ég búinn að hitta Listnema úr LHÍ og kennara nokkrum sinnum á síðustu vikum, skoða húsakynni þeirra sem eru algerlega fyrir neðan allar hellur og hlusta á óskir þeirra. Nú húka þesssir framtíðarlistamenn þjóðarinnar í 5 mismunandi húsnæðum um allan bæ með tilheyrandi flóknum rekstrarkostnaði, og ekki bara það heldur hentar flest húsnæðið mjög illa til námsins og stór hluti er auk þess undirlagður af myglu og á niðurrifsplani. Þetta getum við ekki horft upp á lengur sem menningarþjóð, því ef það er eitthvað eitt sem kynnir Ísland umfram náttúruna okkar þá er það framlag Íslands til menninga og lista sem er nú þegar allgott, ímyndið ykkur ef þessir nemar fá góðan aðbúnað til að iðka sitt nám og rannsóknir? Ég var sjálfur við nám í matreiðslu þegar Hótel og Matvælaskólinn í MK var opnaður og sú bylting í námsaðstöðu okkar hefur fleygt okkur svo gríðarlega fram í mínu fagi, það gilda nákvæmlega sömu faglegu reglur um listnám. Mér þykir einsýnt að nú eigi ríkið og Reykjavíkurborg að leggjast á eitt að koma listnámsgreinunum 5 saman undir eitt þak í Laugarnesinu. Því miður er enginn peningur eyrnamerktur til verkefnisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en því verður að breyta, því að það er hrein skömm að því. Frumhönnun, þarfagreining og teikningar þurfa að fara að eiga sér stað svo að verkefnið komist af stað og listnemar og kennarar fari að eygja að komast á endastöð. Þessu skal ég berjast fyrir af heilum hug ef ég kemst einhvers staðar að málum í framtíðinni. Sameinumst um stórbrotinn Listaháskóla í Laugarnesinu sem sinnir öllum sviðum og hjálpar til að allir geti unnið saman þvert á sviðin því að það er leiðin til framfara í listinni á tímum þar sem mörk listanna eru alltaf að verða óskýrari og skemmtilegri.Höfundur er matreiðslumaður Marel, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og frambjóðandi Bjartrar Framtíðar í 4. sæti Reykjavík norður.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar