Bjarki Þór ver titilinn gegn fyrrum andstæðingi Conors Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2017 16:00 Bardagi þeirra félaga verður að sjálfsögðu aðalbardagi kvöldsins. Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir. MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Bardagakapinn Bjarki Þór Pálsson mun verja Evrópumeistaratitil sinn hjá Fightstar-bardagasambandinu þann 9. desember næstkomandi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Bjarka Þór sem tryggði sér titilinn þann 7. október síðastliðinn. Bjarki mun mæta Bretanum Steve O'Keeffe en bardaginn fer fram í London. O'Keeffe er 7-3 á ferlinum en Bjarki 4-0 eða ósigraður. Bretinn er 31 árs gamall og reynslumikill. Hann hefur meðal annars barist við Conor McGregor og Artem Lobov. Hann tapaði gegn Conor en náði að vinna Lobov. „Beltinu fylgir sviðsljós. Þeir bestu girnast það og fyrir vikið var hægt að fá andstæðing eins og Steve O´Keeffe til að fallast á að berjast við mig. Ég er gríðarlega ánægður með að fá bardaga strax aftur og það á móti andstæðingi eins og honum. Þetta er mitt tækifæri til að sýna stóru samböndunum úr hverju ég er gerður og með öruggum sigri þá tek ég af allan vafa um það að ég eigi heima hjá UFC eða Bellator,“ segir Bjarki Þór í fréttatilkynningu. „Ég hef lengi vitað af Steve O´Keeffe. Hann er einn af þeim hæst skrifuðu sem eru að berjast utan stóru sambandanna. Hann hefur barist við virkilega öfluga bardagamenn. Þar á meðal þá Conor og Artem, sem ég hef æft með og þekki nokkuð vel. Hann var að opna sinn eigið klúbb og einbeita sér að þjálfun og tók sér hlé frá keppni á meðan. Þess vegna hefur maður ekkert mikið heyrt hann nefndan síðastliðin 2-3 ár. Hann snéri svo aftur fyrr á þessu ári í bardaga hja Cage Warriors og kláraði sinn andstæðing í fyrstu lotu þannig að það er klárt að hann er í góðu formi og mun mæta með einbeittan vilja til að hirða af mér beltið.“Bjarki ætlar sér alla leið.mynd/baldur kristjánsBjarki Þór hefur í talsverðan tíma verið sá íslenski bardagamaður sem spekingar hafa spáð að sé næstur til að festa sig í sessi í fremstu röð. Hann er enn ósigraður sem atvinnumaður og hyggst halda því þannig. Bardaginn fer fram í íþróttahöllinni Brentford Fountain Leisure Center í suðvestur London og verður Bjarki Þór ekki eini íslendingurinn sem berst þar því þegar hefur atvinnubardagi Akureyringsins Ingþórs Arnar Valdimarssonar (0-1) gegn hinum pólska Dawid Panfil (0-0) verið staðfestur. Sá bardagi átti að fara fram á FightStar 12 bardagakvöldinu fyrr í þessum mánuði en Panfil þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann hefur nú náð bata og bardaginn settur á að nýju. Líkur eru á að fleiri Íslendingar muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Viðræður eru í gangi og tilkynnt verður sérstaklega þegar fleiri bardagar hafa verið staðfestir.
MMA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira