Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð hefur miklar hugmyndir um endurskipulagningu fjármálakerfisins. vísir/ernir Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira