Fótbolti

Sýndi dómaranum umdeilt atvik á símanum sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjáðu, þetta er víst víti.
Sjáðu, þetta er víst víti. vísir/getty
Ralf Rangnick, íþróttastjóri RB Leipzig, lenti í útistöðum við leikmenn Bayern München í hálfleik í leik liðanna í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær.

Dómari leiksins, Felix Zwayer, dæmdi vítaspyrnu á Bayern í fyrri hálfleik en þeim dómi var breytt í aukaspyrnu.

Rangnick var langt frá því að vera sáttur við dóminn og ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann rauk niður á völl eftir að flautað var til hálfleiks og reyndi að sýna dómurum leiksins atvikið á símanum sínum.

Leikmenn Bayern höfðu lítinn húmor fyrir þessu uppátæki Rangnicks og skilja þurfti hann og Mats Hummels, varnarmann Bayern, í sundur.

Það var enn hiti í mönnum í seinni hálfleiknum þar sem Naby Keïta, leikmaður Leipzig og verðandi leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið. Þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Keïta er rekinn af velli.

Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 1-1. Bayern hafði svo betur í vítaspyrnukeppni, 4-5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×