Innlent

Hvar átt þú að kjósa á laugardaginn?

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað.
Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað. Vísir/Eyþór
Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að gengið verður til alþingiskosninga næstkomandi laugardag, þann 28. október.

Ýmislegt þarf að hafa í huga áður en farið er á kjörstað. Til dæmis þarf að vita hvað maður ætlar að kjósa, hafa meðferðis gild skilríki og svo er mikilvægt að vita hvert maður á að fara til að kjósa og í hvaða kjördeild maður er skráður.

Sjá einnig:Á kjörstað: Engar sjálfur, enginn áróður og ekki sýna kjörseðilinn

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir en á höfuðborgarsvæðinu fer hún fram í Smáralind við hliðina á verslun H&M. Þar er opið alla daga milli 10 og 22. Á laugardaginn verður opið milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má nálgast hér.

Á kjördag, laugardaginn 28. október, opna kjörstaðir um allt land. Flestir opna klukkan 9 en samkvæmt reglum skulu þeir vera opnaðir á bilinu 9 til 12. Þá loka allir kjörstaðir ekki síðar en klukkan 22.

Á kosningavef dómsmálaráðuneytisins er hægt að fletta upp nákvæmlega í hvaða kjördæmi maður er á kjörsrká, hver kjörstaður manns er og í hvaða kjördeild á að kjósa. 

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu á kjördag má nálgast hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×