Innlent

Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. Flestum þeirra fannst kosningabaráttan leiðinleg og eru fengir að henni sé nú lokið en rætt var við nokkra þeirra kjósendur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 í dag.

„Ég ætlaði að nota daginn og skreppa austur fyrir fjall og kíkja á sumarbústaðinn hjá mér á Flúðum,“ sagði Sævar Reynisson aðspurður hvers vegna hann hefði verið snemma á ferðinn í morgun.

Hann sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan leiðinleg.

„Já, meira og minna. Ég hef verið latur við að hlusta á hana því þetta er einhvern veginn svona á Facebook og þetta... ég kann ekki að meta þetta.“

Ruglingsleg kosningabarátta

Kristbjörg Guðmundsdóttir sagði að sér hefði þótt kosningabaráttan ruglingsleg.

„Mér finnst allir vera að berjast fyrir sömu málefnunum. Mér finnst alltof mikið að kjósa á ársfresti,“ sagði Kristbjörg.

Kristinn Hugason sagði að það væri gott að ljúka því af að kjósa.

„Ég er harðákveðinn hvað ég kýs og vind mér í það.“

Ásdís Gísalason var sammála með Sævari um það að kosningabaráttan hefði verið leiðinleg.

„Það er fullstutt síðan hún var síðast þannig að ég var ekki alveg tilbúin í þetta. [...] Ég er orðin þreytt á skítkastinu,“ sagði Ásdís.

Aðspurð hvernig henni hefði fundist kosningabaráttan hafa verið sagði Halldóra Jónsdóttir:

„Ekkert sérstök. Það hefur ekki nógu mikið verið rætt um stóru málefnin og það er engin langtímalausn.“

Magnús Þór Gestsson sagði að sér hefði fundist kosningabaráttan ágæt þó hann hefði tekið eftir neikvæðum athugasemdum á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×