Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Dabbi T viðurkenndi mistök og fékk hrós fyrir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi hrósuðu dómaranum Davíð Tómasi Tómassyni í þætti gærkvöldsins.

Í byrjun 3. leikhluta í leik Grindavíkur og Tindastóls í gær dæmdi Davíð, eða Dabbi T eins og hann er stundum kallaður, skref á Sigurður Þorsteinsson, miðherja Grindavíkur.

Hann áttaði sig hins vegar á að hann hefði gert mistök og dæmt eftir gömlu skrefareglunni og baðst strax afsökunar.

„Þeir mega gera þetta. Maður virðir þetta við þá,“ sagði Hermann Hauksson.

„Hann er að setja flott fordæmi fyrir aðra,“ bætti Kristinn Friðriksson við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ólafur: Hef engar áhyggjur af þessu

Landsliðsmaðurinn Ólafur Ólafsson var ánægður með margt í leik Grindvíkinga þrátt fyrir tap gegn Tindastóli í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 81-88 | Þrír sigrar í röð hjá Stólunum

Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Grindavík þegar liðið vann sjö stiga sigur á heimamönnum, 88-81, í lokaumferð 4. umferðar Domino´s deildar karla. Stólarnir hafa þar með unnið þrjá leiki í röð en þetta var annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Tindastólsliðið tryggði sér sigur með því að vinna lokaleikhlutann 26-17 en þar fór Antonio Hester á kostum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×