Innlent

„Við erum að vinna þessar kosningar“

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar.
Bjarni ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar. Vísir/Ernir
„Eitt sem að kosningar snúast um fyrst og fremst, og það er að fá fylgi og við fengum mest fylgi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann ávarpaði Sjálfstæðismenn eftir að fyrstu tölur höfðu verið lesnar í kvöld. 

Hann sagði kosningabaráttuna hafa verið erfiða og háð hafi verið hörku barátta frá fyrsta degi. „Mjög erfitt á köflum en nú erum við að finna það Sjálfstæðismenn að það var þess virði.“

Bjarni þakkaði árangurinn samstöðu Sjálfstæðismanna sem stóðu saman sem eitt og börðust fyrir að stefna flokksins fengi hljómgrunn um allt land. 

Kosningavaka Sjálfstæðismanna var haldin á Grand Hotel.Vísir/Ernir
„Við kynntum stefnu sem átti hljómgrunn hjá venjulegu vinnandi fólki í þessu landi sem ætlaði ekki að láta skattpína sig. Fólkið sem vildi halda áfram.

Við sögðum fyrir ári síðan að við værum á réttri leið, fengum góðan stuðning þá og við sögðum aftur núna að þetta væri bara spurning um að halda áfram með sömu góðu gildin og við fengum góðan hljómgrunn. Kæru vinir, við erum að vinna þessar kosningar.“

Hann benti á að mörg atkvæði væru ótalin en ánægjan væri gríðarleg og vonaðist hann eftir fleiri þingmönnum aftur í þingflokkinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×