Innlent

Hélt hann næði ekki inn á þing þegar hann sofnaði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þingmaðurinn árrisuli var glaður þegar lokatölur úr kjördæminu sýna að hann er kjörinn til Alþingis.
Þingmaðurinn árrisuli var glaður þegar lokatölur úr kjördæminu sýna að hann er kjörinn til Alþingis. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir
Andrés Ingi Jónsson, sem skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi Norður, fór að sofa um fjögurleytið í nótt með það efst í huga að hann næði ekki inn á þing. Andrés var aftur á móti himinlifandi þegar hann vaknaði í morgun við þær fréttir að hann er vissulega orðinn þingmaður.

„Þetta er eitthvað sem ég vissi að gæti gerst þannig að ég var ekkert að æsa mig allt of mikið,“ segir Andrés í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvernig í ósköpunum honum tókst að festa svefn.

Þingmaðurinn hyggst fagna fréttunum með því að snæða dögurð með fjölskyldunni sinni en hann bíður spenntur eftir því að fjölskylda sín brölti á fætur en ætlar þó að leyfa þeim að vakna í rólegheitunum.

Andrés gat lítið tjáð sig um úrslit kosninganna því hann hafði ekki rýnt nægilega vel í tölurnar. Til stendur að þingflokkurinn hittist í dag á fundi til þess að ræða stöðuna og skrefin framundan. „Þetta er náttúrulega ágæt útkoma fyrir okkur. Þetta er bæting frá síðustu kosningum,“ segir Andrés en bætir þó við að þetta sé frekar flókin staða til að vinna úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×