Innlent

Hannes Hólmsteinn búinn að mynda stjórn: Bjarni verði næsti forsætisráðherra

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes: En ef menn vilja ólmir vinna gegn eigin hagsmunum og fara eftir órum háværustu netúlfanna í þeirra furðulega gerviheimi, þá er auðvitað ekkert að sækja í þessa greiningu mína.
Hannes: En ef menn vilja ólmir vinna gegn eigin hagsmunum og fara eftir órum háværustu netúlfanna í þeirra furðulega gerviheimi, þá er auðvitað ekkert að sækja í þessa greiningu mína.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, haldi áfram og verði forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Prófessorinn segir þetta ekki flókið.

„Menn tyggja hver eftir öðrum, að stjórnarmyndun verði flókin. En ég held, að málið sé tiltölulega einfalt. Ég sagði strax fyrir kosningar: Ef Vinstri grænir, Samfylking og Píratar fá meiri hluta þingsæta, þá myndar Katrín Jakobsdóttir vinstri stjórn þeirra. Ef aðrir flokkar fá meiri hluta þingsæta, þá myndar Bjarni Benediktsson stjórn þeirra,“ segir Hannes á Facebook-síðu sinni. Hann segir jafnframt:

En ef menn vilja ólmir vinna gegn eigin hagsmunum og fara eftir órum háværustu netúlfanna í þeirra furðulega gerviheimi, þá er auðvitað ekkert að sækja í þessa greiningu mína.

Hannes segir að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hljóti að leita samstarfs og jafnvel sameiningar, því að Sigmundur Davíð hefur snúið aftur með stórkostlegan kosningasigur að baki og Sigurður Ingi unnið prýðilegan varnarsigur, og mega báðir vel við una.

„Fyrir miðflokkana tvo, Viðreisn og Flokk fólksins, er skárri kostur (líklegt til að sæta andstöðu færri stuðningsmanna flokksins) að vinna með þessum þremur flokkum en ganga í vinstri stjórn.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×