Max Verstappen vann í Mexíkó | Lewis Hamilton heimsmeistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2017 20:34 Max Verstappen vann í Mexíkó Vísir/Getty Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. Þegar Hamilton komst í níunda sæti á 68. hring var ljóst að Vettel þyrfti að vinna keppnina til að halda voninni á lífi, það tókst Þjóðverjanum ekki og breski ökumaðurinn því orðinn heimsmeistari ökumanna í ár. Hann er þar með orðinn sá breski ökumaður sem hefur unnið flesta titla, fjóra. Sir Jackie Stewart hafði deilt metinu með Hamilton til þessa. Ræsingin var dramatísk, Verstappen tók forystuna en Hamilton og Vettel lentu í samstuði og Hamilton sprendi dekk, Vettel skemmdi framvæng. Báðir komu inn á þjónustusvæðið strax á fyrsta hring.Vettel og Hamilton fengu báðir hörðustu dekkin undir bílinn og ætluðu sér að keyra til loka. Vettel var 18. þegar hann kom út og Hamilton síðastur. Hamilton var kominn í talstöðina innan skamms og talaði um að Vettel hefði keyrt viljandi á sig. Atvikið var tekið til skoðunar af dómurum keppninnar. Ekkert var þó talið athugunarvert við atburðarásina.Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2017.Vísir/GettyDaniel Ricciardo féll úr leik á fimmta hring með bilaðan Red Bull bíl. Nico Hulkenberg féll úr leik á Renault bílnum á 24. hring. Stafrænn öryggisbíll var virkjaður á brautinni á 32. hring þegar Toro Rosso bíll Brendon Hartley bilaði. Það var þá þriðji Renault mótorinn sem bilaði í keppninni. Næstum allir ökumenn í keppninni tóku þjónustuhlé þegar stafræni öryggisbíllinn var við völd. Það spilaðist upp í hendurnar á Hamilton sem var á leiðinni að verða heimsmeistari ef Vettel næði ekki fyrsta eða öðru sæti. Allir fyrir framan Vettel fengu raunar frítt þjónustuhlé. Hann hefði þurft að njóta góðs af hléum annarra ef hann hefði ætlað að eiga möguleika á efstu tveimur þrepum verðlaunapallsins. Red Bull liðið óskaði þess við Verstappen að hann myndi slaka aðeins á. Verstappen vissi sennilega ekki að Renault mótorarnir væri að gefa sig um alla braut, liðið hafði þær upplýsingar og var sennilega að reyna að koma því til skila til Verstappen án þess að gera hann stressaðan. Hamilton náði í stigasæti með því að taka fram úr Felipe Massa á 58. hring. Á meðan var Vettel að taka fram úr Esteban Ocon til að koma sér upp í fjórða sæti fyrir aftan Kimi Raikkonen, liðsfélaga sinn. Hamilton tók svo níunda sætið af Fernando Alonso eftir stórkostlega baráttu við Spánverjann. Þar með var ljóst að Hamilton yrði heimsmeisari ökumanna. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Max Verstappen vann mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Hamilton tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í dag. Þegar Hamilton komst í níunda sæti á 68. hring var ljóst að Vettel þyrfti að vinna keppnina til að halda voninni á lífi, það tókst Þjóðverjanum ekki og breski ökumaðurinn því orðinn heimsmeistari ökumanna í ár. Hann er þar með orðinn sá breski ökumaður sem hefur unnið flesta titla, fjóra. Sir Jackie Stewart hafði deilt metinu með Hamilton til þessa. Ræsingin var dramatísk, Verstappen tók forystuna en Hamilton og Vettel lentu í samstuði og Hamilton sprendi dekk, Vettel skemmdi framvæng. Báðir komu inn á þjónustusvæðið strax á fyrsta hring.Vettel og Hamilton fengu báðir hörðustu dekkin undir bílinn og ætluðu sér að keyra til loka. Vettel var 18. þegar hann kom út og Hamilton síðastur. Hamilton var kominn í talstöðina innan skamms og talaði um að Vettel hefði keyrt viljandi á sig. Atvikið var tekið til skoðunar af dómurum keppninnar. Ekkert var þó talið athugunarvert við atburðarásina.Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2017.Vísir/GettyDaniel Ricciardo féll úr leik á fimmta hring með bilaðan Red Bull bíl. Nico Hulkenberg féll úr leik á Renault bílnum á 24. hring. Stafrænn öryggisbíll var virkjaður á brautinni á 32. hring þegar Toro Rosso bíll Brendon Hartley bilaði. Það var þá þriðji Renault mótorinn sem bilaði í keppninni. Næstum allir ökumenn í keppninni tóku þjónustuhlé þegar stafræni öryggisbíllinn var við völd. Það spilaðist upp í hendurnar á Hamilton sem var á leiðinni að verða heimsmeistari ef Vettel næði ekki fyrsta eða öðru sæti. Allir fyrir framan Vettel fengu raunar frítt þjónustuhlé. Hann hefði þurft að njóta góðs af hléum annarra ef hann hefði ætlað að eiga möguleika á efstu tveimur þrepum verðlaunapallsins. Red Bull liðið óskaði þess við Verstappen að hann myndi slaka aðeins á. Verstappen vissi sennilega ekki að Renault mótorarnir væri að gefa sig um alla braut, liðið hafði þær upplýsingar og var sennilega að reyna að koma því til skila til Verstappen án þess að gera hann stressaðan. Hamilton náði í stigasæti með því að taka fram úr Felipe Massa á 58. hring. Á meðan var Vettel að taka fram úr Esteban Ocon til að koma sér upp í fjórða sæti fyrir aftan Kimi Raikkonen, liðsfélaga sinn. Hamilton tók svo níunda sætið af Fernando Alonso eftir stórkostlega baráttu við Spánverjann. Þar með var ljóst að Hamilton yrði heimsmeisari ökumanna.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43 Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30 Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel á ráspól í Mexíkó Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Max Verstappen varð annar á Red Bull og Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes. 28. október 2017 18:43
Verstappen: Ég er afskaplega pirraður Sebastian Vettel náði fimmtugasta ráspól ferilsins í dag þegar hann tryggði sér ráspól fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. október 2017 23:30
Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins. 28. október 2017 14:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti