Rúmur helmingur leggst gegn veggjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. október 2017 06:00 Hvalfjarðargöngin voru opnuð hinn 11. júlí 1998 og hafa veggjöld verið innheimt þar frá upphafi. vísir/pjetur Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. september kom fram að kostnaður samfélagsins sem hlaust af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Selfossi. „Þessar tölur byggja á aðferðafræði sem áætlar kostnað samfélagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögnun samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu tilbúin(n) að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Samgöngur Tengdar fréttir Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. september kom fram að kostnaður samfélagsins sem hlaust af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Selfossi. „Þessar tölur byggja á aðferðafræði sem áætlar kostnað samfélagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögnun samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu tilbúin(n) að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykjavík verða tvöfaldaðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Samgöngur Tengdar fréttir Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00