Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2017 12:50 Jón Gnarr prísar sig sælan að hafa ekki gengið í þennan söfnuð sem hann segir helst standa fyrir sjúkleika og lágkúru. Jón Gnarr skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann rekur samskipti sín við Bjarta framtíð. Hann segir flokkinn þjakaðan af alvarlegum innanmeinum. „Ég prísa mig nú sælan að hafa ekki gengið í þennan söfnuð. Samkvæmt mínum skilningi og upplifun þá hefur flokkurinn snúist upp í andhverfu sína og í staðinn fyrir að standa fyrir heilbrigði og eitthvað göfugt virðist hann helst standa fyrir sjúkleika og lágkúru,“ segir í niðurlagi pistilsins. Jón segist vilja leiðrétta nokkrar rangfærslur sem hann segir hafa verið uppi en hann hafi eftir hlé frá hinum pólitíska vettvangi farið á fund hjá Bjartri framtíð og rætt við Óttarr Proppé, formann flokksins.Skelfilegur fundur hjá Bjartri framtíðJón rekur í alllöngu máli hvernig það kom til og gekk fyrir sig en á fundinum þyrmdi yfir hann. „Gamall félagi, sem hafði verið með okkur í Besta flokknum, tók líka til máls og sagðist vera uppfull af gremju yfir að sjá svona mikið af nýju fólki og gömul andlit. Hún var reið vegna þess að henni fannst þau öll hafa verið að erfiða svo mikið og án þess að fá neina hjálp frá okkur en nú þegar byrjað væri að ganga vel þá ætluðum við að teika velgengnina.Jóni þykir það einkennilegt að fjölmiðlar væru að spyrja sig um greiðslur vegna starfa sinna fyrir Samfylkinguna en það hafi hann aðeins rætt við Óttarr. Vík er nú milli gamalla vina.Þetta fannst okkur hjónum ákveðið högg í magann. Og það sem verra var, enginn annar stóð upp og mótmælti þessu. Þegar fundinum lauk laumuðum við okkur út. Á leiðinni heim vorum við sammála um að það væri eitthvað mikið að hjá Bjartri framtíð og við vildum hvorugt vera í einhverri framlínu þar,“ segir Jón. Fram kemur að hann hafi fengið ýmis tilboð frá öðrum flokkum um sæti á lista en það hafi verið fyrir tilstilli vinar síns Dr. Gunnar, sem er á lista Samfylkingar, sem hann gekk til liðs við þann flokk. Og þiggur laun fyrir þá vinnu sem hann þar innir af hendi, en Jón segist sem rithöfundur án rithöfundalauna vera blankur. Hann sé aðeins með launaða vinnu sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 þar sem hann er með útvarpsþætti.Kaldar kveðjur frá Björt og ómaklegarÞá fer loft að verða lævi blandið, að mati Jóns, allverulega. „Í framhaldi af þessu sé ég svo mjög svo sérkennileg viðbrögð frá framáfólki hjá Bjartri framtíð. Fyrst kemur Björt Ólafsdóttir starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra í viðtal við Vísi. Viðtalið er einkennilega yfirlætislegt. Ráðherrann gefur í skyn að ég hafi farið fram á einhverjar greiðslur til mín og þar sem þau hafi ekki getað orðið við því þá hafi ég farið annað. Þetta er bara rangt. Ég fór aldrei fram á neinar greiðslur.Jón segir að Björt væri ekki þar sem hún væri ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Og hann furðar sig á ómaklegum, köldum kveðjum frá henni.Mér voru heldur ekki boðnar neinar greiðslur. Það var aldrei til umræðu. Það var rætt um að ég tæki sæti á lista og það er engin hefð fyrir að borga fólki fyrir það, þannig að ég skil ekki hvað henni gengur til nema að hún sé að reyna að gera lítið úr mér. Ráðherrann sér ástæðu til að nefna sérstaklega atvinnustöðu mína og það sé ljóst að ég sé að leita mér að vinnu, ég sé ekki merkilegur pappír og farið hafi fé betra og enginn sem sakni mín. Mér fannst þetta ekki skemmtileg kveðja frá manneskju sem ég hef virt mikils og hef stutt á margan hátt í sinni pólitísku göngu og er sjálf í nokkuð vel launuðu starfi sem hún væri örugglega ekki í ef ég hefði aldrei verið til,“ segir Jón.Eitthvað það sjoppulegasta sem Jón hefur orðið fyrirJón veltir fyrir sér því hvernig fjölmiðlar hafi komist á snoðir um það að hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem hann hafði aðeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi verið í forsvari hvað það mál varðar. Og enn kárnar gamanið því daginn eftir viðtalið sem Vísir átti við Björt kemur „svívirðilegri sending úr herbúðum Bjartrar framtíðar þegar Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar birtir mynd af undirskrift minni við meðmælendalista flokksins.Guðlaug Kristjánsdóttir viðhafði einhverja sjoppulegustu atlögu sem Jón Gnarr hefur orðið fyrir. Og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar.Ég hef upplifað ýmislegt virðingarleysi í afskiptum mínum af stjórnmálum en þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir. Þetta er ekki bara heimskulegt, dónalegt og ómaklegt heldur líklega ólöglegt líka. Stjórnarformaðurinn fjarlægði enda færsluna. Enginn hefur beðið mig afsökunar á þessu þannig að það sé sagt.“Ekkert nema vanþakklætið eittJón segist aldrei hafa gert þessu fólki neitt, hann skuldi þeim ekkert og hann hefur aldrei beðið þau um neitt. „Þessi flokkur er afsprengi Besta flokksins og hefur fengið mikinn meðbyr fyrir tengsl sín við Besta flokkinn og hefur gefið sig út fyrir að hafa þá helstu sérstöðu í Íslenskum stjórnmálum að halda á lofti inntaki eða hugmyndafræði Besta flokksins um heilbrigð samskipti. Ég studdi flokkinn í upphafi og gaf honum gott veganesti. Þessi flokkur hefur á margan hátt siglt á mér og minni arfleið þótt ég hafi ekki verið hluti af honum. Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna.“ Pistill Jóns hefur þegar og að vonum vakið mikla athygli og félagar hans úr Besta flokknum taka undir með honum, sumir. Heiða Kristín, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir einfaldlega „Amen“ og Gaukur Úlfarsson segir að það þurfi að fara að halda árshátíð Besta flokksins.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30 Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Jón Gnarr skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann rekur samskipti sín við Bjarta framtíð. Hann segir flokkinn þjakaðan af alvarlegum innanmeinum. „Ég prísa mig nú sælan að hafa ekki gengið í þennan söfnuð. Samkvæmt mínum skilningi og upplifun þá hefur flokkurinn snúist upp í andhverfu sína og í staðinn fyrir að standa fyrir heilbrigði og eitthvað göfugt virðist hann helst standa fyrir sjúkleika og lágkúru,“ segir í niðurlagi pistilsins. Jón segist vilja leiðrétta nokkrar rangfærslur sem hann segir hafa verið uppi en hann hafi eftir hlé frá hinum pólitíska vettvangi farið á fund hjá Bjartri framtíð og rætt við Óttarr Proppé, formann flokksins.Skelfilegur fundur hjá Bjartri framtíðJón rekur í alllöngu máli hvernig það kom til og gekk fyrir sig en á fundinum þyrmdi yfir hann. „Gamall félagi, sem hafði verið með okkur í Besta flokknum, tók líka til máls og sagðist vera uppfull af gremju yfir að sjá svona mikið af nýju fólki og gömul andlit. Hún var reið vegna þess að henni fannst þau öll hafa verið að erfiða svo mikið og án þess að fá neina hjálp frá okkur en nú þegar byrjað væri að ganga vel þá ætluðum við að teika velgengnina.Jóni þykir það einkennilegt að fjölmiðlar væru að spyrja sig um greiðslur vegna starfa sinna fyrir Samfylkinguna en það hafi hann aðeins rætt við Óttarr. Vík er nú milli gamalla vina.Þetta fannst okkur hjónum ákveðið högg í magann. Og það sem verra var, enginn annar stóð upp og mótmælti þessu. Þegar fundinum lauk laumuðum við okkur út. Á leiðinni heim vorum við sammála um að það væri eitthvað mikið að hjá Bjartri framtíð og við vildum hvorugt vera í einhverri framlínu þar,“ segir Jón. Fram kemur að hann hafi fengið ýmis tilboð frá öðrum flokkum um sæti á lista en það hafi verið fyrir tilstilli vinar síns Dr. Gunnar, sem er á lista Samfylkingar, sem hann gekk til liðs við þann flokk. Og þiggur laun fyrir þá vinnu sem hann þar innir af hendi, en Jón segist sem rithöfundur án rithöfundalauna vera blankur. Hann sé aðeins með launaða vinnu sem dagskrárgerðarmaður á Rás 2 þar sem hann er með útvarpsþætti.Kaldar kveðjur frá Björt og ómaklegarÞá fer loft að verða lævi blandið, að mati Jóns, allverulega. „Í framhaldi af þessu sé ég svo mjög svo sérkennileg viðbrögð frá framáfólki hjá Bjartri framtíð. Fyrst kemur Björt Ólafsdóttir starfandi umhverfis- og auðlindaráðherra í viðtal við Vísi. Viðtalið er einkennilega yfirlætislegt. Ráðherrann gefur í skyn að ég hafi farið fram á einhverjar greiðslur til mín og þar sem þau hafi ekki getað orðið við því þá hafi ég farið annað. Þetta er bara rangt. Ég fór aldrei fram á neinar greiðslur.Jón segir að Björt væri ekki þar sem hún væri ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Og hann furðar sig á ómaklegum, köldum kveðjum frá henni.Mér voru heldur ekki boðnar neinar greiðslur. Það var aldrei til umræðu. Það var rætt um að ég tæki sæti á lista og það er engin hefð fyrir að borga fólki fyrir það, þannig að ég skil ekki hvað henni gengur til nema að hún sé að reyna að gera lítið úr mér. Ráðherrann sér ástæðu til að nefna sérstaklega atvinnustöðu mína og það sé ljóst að ég sé að leita mér að vinnu, ég sé ekki merkilegur pappír og farið hafi fé betra og enginn sem sakni mín. Mér fannst þetta ekki skemmtileg kveðja frá manneskju sem ég hef virt mikils og hef stutt á margan hátt í sinni pólitísku göngu og er sjálf í nokkuð vel launuðu starfi sem hún væri örugglega ekki í ef ég hefði aldrei verið til,“ segir Jón.Eitthvað það sjoppulegasta sem Jón hefur orðið fyrirJón veltir fyrir sér því hvernig fjölmiðlar hafi komist á snoðir um það að hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem hann hafði aðeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi verið í forsvari hvað það mál varðar. Og enn kárnar gamanið því daginn eftir viðtalið sem Vísir átti við Björt kemur „svívirðilegri sending úr herbúðum Bjartrar framtíðar þegar Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar birtir mynd af undirskrift minni við meðmælendalista flokksins.Guðlaug Kristjánsdóttir viðhafði einhverja sjoppulegustu atlögu sem Jón Gnarr hefur orðið fyrir. Og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar.Ég hef upplifað ýmislegt virðingarleysi í afskiptum mínum af stjórnmálum en þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir. Þetta er ekki bara heimskulegt, dónalegt og ómaklegt heldur líklega ólöglegt líka. Stjórnarformaðurinn fjarlægði enda færsluna. Enginn hefur beðið mig afsökunar á þessu þannig að það sé sagt.“Ekkert nema vanþakklætið eittJón segist aldrei hafa gert þessu fólki neitt, hann skuldi þeim ekkert og hann hefur aldrei beðið þau um neitt. „Þessi flokkur er afsprengi Besta flokksins og hefur fengið mikinn meðbyr fyrir tengsl sín við Besta flokkinn og hefur gefið sig út fyrir að hafa þá helstu sérstöðu í Íslenskum stjórnmálum að halda á lofti inntaki eða hugmyndafræði Besta flokksins um heilbrigð samskipti. Ég studdi flokkinn í upphafi og gaf honum gott veganesti. Þessi flokkur hefur á margan hátt siglt á mér og minni arfleið þótt ég hafi ekki verið hluti af honum. Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna.“ Pistill Jóns hefur þegar og að vonum vakið mikla athygli og félagar hans úr Besta flokknum taka undir með honum, sumir. Heiða Kristín, fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir einfaldlega „Amen“ og Gaukur Úlfarsson segir að það þurfi að fara að halda árshátíð Besta flokksins.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30 Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. 8. október 2017 12:30
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25